Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 06. maí 2022 07:50
Elvar Geir Magnússon
Mbappe sagður á barmi þess að skrifa undir hjá PSG
Powerade
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: Getty Images
Frenkie de Jong í leik með Hollandi.
Frenkie de Jong í leik með Hollandi.
Mynd: EPA
Tottenham og Leeds hafa áhuga á Adama.
Tottenham og Leeds hafa áhuga á Adama.
Mynd: EPA
Hector Bellerín á æfingu Real Betis.
Hector Bellerín á æfingu Real Betis.
Mynd: Getty Images
Mbappe, Pickford, Guardiola, Danjuma, Traore, Nkunku og fleiri í slúðurpakkanum. Það styttist í sumargluggann með hverjum deginum!

Kylian Mbappe (23) er á barmi þess að skrifa undir tveggja ára framlengingu við Paris St-Germain að verðmæti 42,5 milljóna punda á ári, auk 85 milljóna punda undirritunarupphæðar. (Le Parisien)

Móðir Mbappe segir að sonur sinn sé að ræða við PSG um framtíð sína „af miklu æðruleysi". (Mirror)

Pep Guardiola mun skrifa undir nýjan samning við Manchester City til 2025 eftir að hafa sagt félaginu að hann sé ákveðnari en nokkru sinni fyrr að vinna Meistaradeildina. (Star)

Manchester City íhugar að gera tilboð í hollenska miðjumanninn Frenkie de Jong (25) hjá Barcelona en félagið er að vinna í endurnýjun leikmannahópsins fyrir næsta tímabil. (Mail)

Everton er tilbúið að selja Jordan Pickford (28) í sumar til að fá inn pening. Tottenham og Newcastle fylgjast með stöðu mála hjá enska landsliðsmarkverðinum. (TalkSport)

Fulltrúar Tottenham fylgdust með tveimur leikmönnum Villarreal í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á þriðjudag. Það voru spænski miðvörðurinn Pau Torres og hollenski vængmaðurinn Arnaut Danjuma (báðir 25) sem voru undir smásjánni. (90 Min)

Tottenham og Leeds hafa áhuga á Adama Traore (26), spænska vængmanninum hjá Wolves. Hann er á láni hjá Barcelona en Börsungar mun væntanlega ekki kaupa hann alfarið. (TeamTalk)

Ýmis félög í ensku úrvalsdeildinni vilja fá James Ward-Prowse (27) en Ralph Hasenhuttl segir að enski miðjumaðurinn verði áfram hjá Southampton. (Southern Daily Echo)

Úrúgvæski sóknarmaðurinn Edinson Cavani (35) segir að hann hefði íhugað að yfirgefa Manchester United í fyrra ef hann hefði vitað að félagið væri að fara að kaupa Cristiano Ronaldo (37). (ESPN)

Nígeríski sóknarmaðurinn Victor Osimhen (23) hjá Napoli segir að hann myndi frekar ganga í raðir Arsenal en Manchester United eða Newcastle. (Gazzetta dello Sport)

Paulo Dybala (28) hefur fengið tilboð frá Borussia Dortmund. Enn er þó talið líklegast að hann fari til Inter þegar samningur hans við Juventus rennur út í sumar. (Corriere dello Sport)

RB Leipzig vill fá Christopher Nkunku (24) til að vera eitt tímabil í viðbót á endurbættum samningi. Þýska félagið er tilbúið að sætta sig við að franski framherjinn fari 2023. (Bild)

Varnarmennirnir Eric Bailly (28) og Phil Jones (30) hafa báðir sagt liðsfélögum sínum að þeir fari frá Manchester United í sumar. (Manchester Evening News)

Sex ára dvöl Marcus Alonso (31) hjá Chelsea tekur enda í sumar en spænski vinstri bakvörðurinn vill helst fara til Spánar, þar sem Barcelona hefur áhuga. (Fabrizio Romano)

Ítalski miðvörðurinn Giorgio Chiellini (37) fer í MLS-deildina bandarísku þegar hann yfirgefur Juventus eftir tímabilið. (Goal)

RedBird Capital Partners, sem á minnihluta í Fenway Sports Group, eigendum Liverpool, er að íhuga að fjárfesta í AC Milan. (Sky News)

Leeds vill fá japanska miðjumanninn Daichi Kamada (25) hjá Eintracht Frankfurt. (Football Insider)

Sporting Lissabon hefur nýtt sér ákvæði um að kaupa hægri bakvörðinn Pedro Porro (22) frá Manchester City. Spánverjinn er hjá Sporting á láni. City mun vera með ákvæði um að geta keypt hann til baka. (Fabrizio Romano)

Hægri bakvörðurinn Hector Bellerín (27) mun ganga alfarið í raðir Real Betis frá Arsenal á 5-10 milljónir punda. Hann hefur leikið vel á láni hjá Betis og vann spænska bikarinn með félaginu. (Charles Watts)

West Ham hefur gert aðra tilraun til að fá brasilíska vængmanninn Raphinha (25) hjá Leeds. Það er þó líklegast að Barcelona kaupi hann. (Sport)

Samningaviðræður milli Leeds og Raphinha og Kalvin Phillips (26) hafa verið stöðvaðar þar til félagið veit örlög sín. (90 Min)

Newcastle er tilbúið að bjóða Atletico Madrid 21 milljón punda fyrir brasilíska vinstri bakvörðinn Renan Lodi (24). Juventus vill einnig fá leikmanninn. (Tutto Mercato)
Athugasemdir
banner
banner
banner