Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   þri 06. júní 2023 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hreifst mjög af Willum eftir að hafa séð hann spila gegn Ajax
Icelandair
Willum Þór Willumsson.
Willum Þór Willumsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það hefur nokkuð verið kallað eftir því síðustu mánuði að Willum Þór Willumsson verði kallaður upp í A-landslið karla og núna er það orðin raunin.

Hann er í hópnum sem tekst á við Slóvakíu og Portúgal í undankeppni Evrópumótsins síðar í þessum mánuði.

Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður út í hinn 24 ára gamla Willum á fréttamannafundi í dag. Willum er miðjumaður sem hefur verið að leika nokkuð stórt hlutverk með Go Ahead Eagles í hollensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

„Ég hef talað við hann og ég hef séð hann spila," sagði Hareide.

„Ég sá hann spila gegn Ajax sem er líklega einn erfiðasti leikur sem þú getur spilað í Hollandi. Hann lagði gríðarlega mikið á sig, hljóp mikið og er mjög góður á boltann. Hann er sterkur og er hávaxinn, ég kann vel við það. Hann er mjög góður á boltanum."

„Hann er góður í að halda boltanum. Það eru nokkrir leikmenn sem geta þróast í mjög góða landsliðsmenn og ég tel að hann geti orðið einn af þeim."

Hareide talaði um það á fundinum að miðjan hjá íslenska landsliðinu gæti orðið mjög sterk á næstu árum.
Athugasemdir
banner
banner