Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
   fim 06. júní 2024 20:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Milan búið að ná samkomulagi við Zirkzee
Mynd: EPA

Joshua Zirkzee framherji Bologna er gríðarlega eftirsóttur en fjölmiðlar á Ítalíu greina frá því að Milan sé búið að ná samkomulagi við leikmanninn.


Zirkzee er 23 ára gamall og skoraði 11 mörk í 33 leikjum í Serie A á síðustu leiktíð en Milan er í leit að sóknarmanni eftir að Olivier Giroud yfirgaf félagið.

Greint er frá því að forráðamenn félagsins hafi ferðast til Lundúna þar sem umboðsmaður leikmannsins er búsettur til að semja um kjör við hann.

Zirkzee hefur m.a. verið orðaður við Arsenal og einnig Juventus en Thiago Motta fyrrum stjóri Bologna er að taka við hjá Juventus.

Framherjinn gekk til liðs við Bologna frá Bayern árið 2022 og fjölmiðlar greina frá því að það sé 40 milljón evra riftunarákvæði í samningnum.


Athugasemdir
banner
banner
banner