Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
   fim 06. júní 2024 21:09
Elvar Geir Magnússon
London
Salan á Andra Lucasi fyrir metfé til Gent frágengin
Andri Lucas Guðjohnsen.
Andri Lucas Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski miðillinn Tipsbladet greinir frá því að Andri Lucas Guðjohnsen sé orðinn dýrasti leikmaður sem seldur hefur verið frá Lyngby.

Frágengið er að belgíska úrvalsdeildarfélagið Gent kaupir hann á þrjár milljónir evra, eða rúmlega 450 milljónir íslenskra króna. Andri hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Gent.

Andri Lucas er 22 ára og tók silfurskóinn í dönsku deildinni. Hann var tíu mánuði hjá Lyngby sem græddi rækilega á Íslendingnum.

Andri er með íslenska landsliðinu hér í London að búa sig undir vináttulandsleik gegn Englandi sem fram fer á Wembley á morgun.

„Gent er frábær klúbbur og belgíska deildin mjög sterk. Þetta yrði mjög flott skref," sagði Andri um Gent í vikunni en viðtalið er í heild hér að neðan.
Andri Lucas: Gent frábær klúbbur og yrði mjög gott skref
Athugasemdir
banner
banner