Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   lau 06. júlí 2024 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kristín Dís spáir í 12. umferð Bestu deildar kvenna
Kristín Dís Árnadóttir.
Kristín Dís Árnadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fær ís ef hún skorar með skalla.
Fær ís ef hún skorar með skalla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Stefán Jónsson var með þrjá rétta þegar hann spáði í elleftu umferð Bestu deildar kvenna.

Tólfta umferðin hefst í dag og klárast á morgun. Landsliðskonan Kristín Dís Árnadóttir spáir í leiki helgarinnar.

Tindastóll 0 - 0 Stjarnan (16:15 í dag)
Held þetta verði jafn leikur og endi með steindauðu 0-0 jafntefli. Stjarnan með nýjan þjálfara en ég held þær nái ekki að taka 3 stig heim.

Keflavík 1 - 0 Fylkir (14:00 á morgun)
1-0 seiglusigur hjá heimakonum. Verður mikill baráttuleikur en Anita Lind skorar mark úr víti og tryggir þeim sigurinn.

Víkingur 1 - 2 Valur (14:00 á morgun)
Valur fer í Víkina og vinnur 2-1. Spái því að vinkona mín Berglind Björg steli senunni og skorar sigurmarkið.

Þróttur R. 0 - 2 Þór/KA (16:00 á morgun)
0-2 Þór/KA. Kemur engum á óvart en Sandra Jessen skorar eitt og síðan skorar Hulda Björg eitt eftir horn og fagnar rosalega mikið.

FH 0 - 3 Breiðablik (18:00 á sunnudag)
Easy 0-3 sigur hjá mínum konum í Blix. Verð að segja að systir mín Ásta Eir skori eitt glæsimark, jafnvel með skalla, en þá gef ég henni ís.

Fyrri spámenn:
Guðrún Arnardóttir (5 réttir)
Hafrún Rakel Halldórsdóttir (4 réttir)
Alda Ólafsdóttir (4 réttir)
Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir (4 réttir)
Jón Stefán Jónsson (3 réttir)
Guðmunda Brynja Óladóttir (3 réttir)
Hildur Antonsdóttir (3 réttir)
Diljá Ýr Zomers (3 réttir)
Helena Ólafsdóttir (3 réttir)
Hildur Karítas Gunnarsdóttir (3 réttir)
Cecilía Rán Rúnarsdóttir (2 réttir)
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 18 16 1 1 48 - 16 +32 49
2.    Breiðablik 18 16 0 2 46 - 9 +37 48
3.    Þór/KA 18 9 3 6 40 - 28 +12 30
4.    Víkingur R. 18 8 5 5 28 - 29 -1 29
5.    FH 18 8 1 9 30 - 36 -6 25
6.    Þróttur R. 18 7 2 9 23 - 27 -4 23
7.    Stjarnan 18 6 3 9 22 - 34 -12 21
8.    Tindastóll 18 3 4 11 20 - 41 -21 13
9.    Fylkir 18 2 4 12 17 - 34 -17 10
10.    Keflavík 18 3 1 14 16 - 36 -20 10
Athugasemdir
banner
banner
banner