Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
   þri 02. júlí 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jón Stefán spáir í 11. umferð Bestu deildar kvenna
Jón Stefán Jónsson.
Jón Stefán Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bara spurning hve mörg hún skorar.
Bara spurning hve mörg hún skorar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lætur sér nægja að skora eitt og leggja upp annað.
Lætur sér nægja að skora eitt og leggja upp annað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir, markahæsti leikmaður 2. deildar kvenna, var með fjóra rétta þegar hún spáði í tíundu umferð Bestu deildar kvenna.

Ellefta umferðin hefst í kvöld með þremur leikjum, og svo eru tveir leikir á morgun. Fótboltaþjálfarinn Jón Stefán Jónsson, sem þekkir þessa deild býsna vel, spáir í leikina að þessu sinni.

Stjarnan 3 - 1 Keflavík (18:00 í kvöld)
Stjörnustúlkur svekktar með að missa eðal manninn Kristján Guðmunds úr brúnni en sáttar með að fá annan eðal mann í Jóhannesi Karli í hans stað. Þrátt fyrir taktíska snilld hjá Glenn og Jónu munu Stjörnustúlkur vinna þennan leik 3-1. Það eina sem er öruggt er að Andrea Mist skorar, bara spurning hve mörg.

Tindastóll 1 - 1 Breiðablik (18:00 í kvöld)
Úff erfiður leikur að spá um enda tvö hörku lið að mætast. Bryndís Rut ennþá reið eftir olnbogaskotið í FH-leiknum og gefur einum Blikanum olnbogaskot og fær rautt um miðjan seinni. Einum færri berjast Stólastúlkur til síðasta dropa og það nægir til jafnteflis í leiknum 1-1. María Jó skorar með langskoti og kemur Stólunum yfir en Gonzalesinn skorar beint úr horni á 90. mínútu og tryggir Blikum stig.

Fylkir 2 - 2 Víkingur R. (19:15 í kvöld)
Alvöru skák og barátta í boði í Lautinni. Fylkisstelpur hafa allta verið Víkngum erfiðar og verður þarna engin breyting á. Leikurinn verður jafn og spennandi allan tímann og endar með 2-2 jafntefli. Dísirnar tvær fæddar 06 skora fyrir Víkinga en hinum megin skorar öllu reynslu meiri Guðrún Karítas bæði.

Valur 3 - 0 Þróttur R. (18:00 á morgun)
Erfiður leikur fyrir Þróttara vægast sagt. Valskonur með svindlkonuna Amöndu Andradóttur í fararbroddi eru alveg í þann veginn að verða óstöðvandi og vinna sannfærandi 3-0 sigur. Amanda lætur sér nægja að skora eitt en leggur upp annað fyrir Lillý Rut sem skorar með flugskalla eftir horn. Ísabella Sara innsiglar svo sigurinn í lokin með poti af stuttu færi.

Þór/KA 2 - 1 FH (18:00 á morgun)
Alltaf hörku leikir þegar þessi tvö grjóthörðu lið mætast. Rennisléttur Vís-vellurinn verður hins vegar til þess að heimakonur sækja stigin þrjú með 2-1 sigri. Snædís María kemur FH yfir með marki eftir fyrirgjöf frá Elísu Lönu en Þór/KA svarar með mörkum frá Söndru Maríu og Möggu Árna. Magga skorar með langskoti þar sem hún hittir boltann illa en boltinn fer í skemmd í vellinum eftir sleggjukastið á frjálsíþróttamóti um helgina og skýst yfir markmann FH og í netið. Jói mætir í viðtal eftir leikinn og hrósar því hve vel frjálsar íþróttir og fótbolti passa saman á einum og sama vellinum.

Fyrri spámenn:
Guðrún Arnardóttir (5 réttir)
Hafrún Rakel Halldórsdóttir (4 réttir)
Alda Ólafsdóttir (4 réttir)
Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir (4 réttir)
Guðmunda Brynja Óladóttir (3 réttir)
Hildur Antonsdóttir (3 réttir)
Diljá Ýr Zomers (3 réttir)
Helena Ólafsdóttir (3 réttir)
Hildur Karítas Gunnarsdóttir (3 réttir)
Cecilía Rán Rúnarsdóttir (2 réttir)
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 18 16 1 1 48 - 16 +32 49
2.    Breiðablik 18 16 0 2 46 - 9 +37 48
3.    Þór/KA 18 9 3 6 40 - 28 +12 30
4.    Víkingur R. 18 8 5 5 28 - 29 -1 29
5.    FH 18 8 1 9 30 - 36 -6 25
6.    Þróttur R. 18 7 2 9 23 - 27 -4 23
7.    Stjarnan 18 6 3 9 22 - 34 -12 21
8.    Tindastóll 18 3 4 11 20 - 41 -21 13
9.    Fylkir 18 2 4 12 17 - 34 -17 10
10.    Keflavík 18 3 1 14 16 - 36 -20 10
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner