Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 06. ágúst 2020 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Forseti Barcelona: Messi klárar ferilinn hjá Barcelona
Lionel Messi á ár eftir af samningnum sínum hjá Barcelona
Lionel Messi á ár eftir af samningnum sínum hjá Barcelona
Mynd: Getty Images
Lionel Messi mun klára ferilinn hjá Barcelona en þetta segir Josep Bartomeu, forseti félagsins.

Messi er 33 ára gamall og verður samningslaus næsta sumar en hann á enn eftir að gera upp við sig hvort hann skrifi undir framlengingu eða ekki.

Það er enginn vafi á því að Messi er besti knattspyrnumaður Barcelona frá upphafi og vill Bartomeu ólmur halda í hann en hann fullyrðir að Messi klári ferilinn hjá Börsungum.

„Það er ekki bara ég sem segi þetta heldur segir Messi þetta sjálfur. Hann vill klára ferilinn hjá Barcelona," sagði Bartomeu við beIN Sports.

„Ég efast ekki um að þegar hann klárar ferilinn eftir þrjú eða fjögur ár að það verði hér í Barcelona. Þetta er frekar ljóst því hann hefur verið hér frá blautu barnsbeini og þekkir liti félagsins og hann er partur af ríkri sögu klúbbsins."

„Hann er besti leikmaður heims og ekki bara í dag heldur í sögu leiksins. Hann er hjá Barcelona og hann hefur gert öllum ljóst fyrir að hann vilji vera hér,"
Athugasemdir
banner
banner