Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 06. september 2019 13:30
Magnús Már Einarsson
Klopp fagnaði blindfullur - Vaknaði í vörubíl í bílskúr
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur sagt sögu af því þegar hann missti sig í gleðinni kvöldið eftir að Borussia Dortmund varð þýskur meistari árið 2011.

Klopp drakk mikið af áfengi og morguninn eftir vaknaði hann í vörubíl og vissi ekkert hvar hann var staddur.

„Ég var mjög fullur eins og sást kannski í einhverjum viðtölum. Ég man ekkert af því sem skiptir máli fyrir utan eitt," sagði Klopp.

„Ég veit ekki hvort ég hafi sagt einhverjum þetta en ég vaknaði í vörubíl í bílskúr. Aleinn. Ég man eftir þessu en ég man ekkert eftir klukkutímunum þar á undan."

„Ég vaknaði, klifraði úr vörubílnum og sá þá að ég var í stórri verksmiðjubyggingu. Ég labbaði um og sá þá skuggamynd af manni í fjarlægð.

„Ég get flautað hátt svo ég flautaði og þá sá ég skuggamyndina hægja á sér. Ég beið og þá var þetta Aki Watzke (Hans-Joachim Watzke, framkvæmdastjóri Dortmund). Ég og Aki vorum einir á þessu stóra svæði."


Klopp og Aki voru bíllausir og enduðu á að borga manni í nágrenninu 200 evrur fyrir að skutla sér heim eftir þessi miklu fagnaðarlæti kvöldið áður.
Athugasemdir
banner
banner