
Varnarmaðurinn Emmanuel Eli Keke sneri aftur á fótboltavöllinn í dag þegar Víkingur Ólafsvík vann 3-2 sigur á Magna.
Það var tilkynnt í síðasta mánuði að hann myndi snúa aftur til Ólafsvíkur eftir að hafa verið hálfu ári í Gana.
Eli Keke kom fyrst til Víkings árið 2018 og spilaði hann mikilvæga rullu með liðinu áður en sleit krossbönd í ágúst á síðasta ári. Hann fór í endurhæfingu á Íslandi í vetur en fór heim til Gana í frí fyrr á árinu.
Kórónaveirufaraldurinn hafði mikil áhrif á allan heiminn sem varð til þess að fríið hans lengdist töluvert en hann snýr aftur til landsins í kvöld.
Hann lék sinn fyrsta leik eftir krossbandsslit í dag og var hann ekki lengi að láta til sín taka. Hann skoraði eftir aðeins sex mínútna leik.
„Víkingar taka hornið stutt, sent er á Micheal Newberry, hann sendir hann á Gonzalo tekur á varnarmann sinn og chippar á fjær og Emmanuel kemur á ferðinni og stangar hann inn!!
Fyrsta mark hans komið og það í sínum fyrsta leik til baka," skrifaði Einar Knudsen í beinni textalýsingu.
Athugasemdir