sun 06. september 2020 10:00
Fótbolti.net
Hólmbert hefði getað átt „bestu innkomu sögunnar"
Icelandair
Hólmbert var búinn að vera inni á vellinum í nokkrar sekúndur þegar hann fékk vítaspyrnu.
Hólmbert var búinn að vera inni á vellinum í nokkrar sekúndur þegar hann fékk vítaspyrnu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Bjarnason klúðraði vítaspyrnu í uppbótartíma þegar hann hefði getað jafnað fyrir Ísland gegn Englandi í Þjóðadeildinni í gær.

Vítið var dæmt eftir að brotið hafði verið á Hólmberti Aroni Friðjónssyni, nokkrum sekúndum eftir að hann hafði komið inn sem varamaður.

„Það var bara leið eitt, Hólmbert hljóp inn á teiginn og Gomez brýtur á honum. Hárréttur dómur. Þetta er ein rosalegasta innkoma sem maður hefur séð á Laugardalsvelli. Hún yrði ekki toppuð ef Hólmbert hefði sjálfur farið á punktinn og jafnað 1-1. Hann skokkar á punktinn og þá er flautað af," segir Magnús Már Einarsson í Innkastinu.

„Þá hefði þetta orðið besta innkoma sögunnar í landsleik á Laugardalsvelli. En því miður var það ekki svo."

„Það hefði verið áhugavert ef honum hefði verið sýnt traustið. Hann hefur skorað nokkrum sinnum úr vítaspyrnum á þessum velli með Fram. Hann hefur skorað tólf mörk undanfarin tvö ár fyrir Álasund úr vítaspyrnum," segir Magnús.

Var ekki að fara að sjá Birki skora
Erik Hamren landsliðsþjálfari sagði á fréttamannafundi eftir leikinn í gær að Birkir Bjarnason hafi verið vítaskyttan og það hafi verið ákveðið fyrir leik.

„Mér fannst Birkir ekki eiga góðan dag, alls ekki. Guðlaugur Victor bar hann eiginlega á herðunum þarna á miðjunni. Hann tapaði mörgum návígjum, vann ekki marga bolta og var ekki líkur sjálfum sér. Hann var bara ekki góður. Mér fannst hann hafa verið 'lítill' allan leikinn og var ekki að fara að sjá hann skora úr þessu víti. Enda setti hann boltann út í Laugardalslaug," segir Tómas Þór Þórðarson.
Innkastið - Tapað fyrir Englandi á vítapunktinum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner