Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 06. september 2021 21:10
Ívan Guðjón Baldursson
Æxli fjarlægt úr ristli Pele
Mynd: Instagram
Brasilísku knattspyrnugoðsögninni Pele tókst að láta fjarlægja æxli úr ristli og er á gjörgæslu þar til á morgun, þriðjudag.

Pele er áttræður og greindist með æxli í síðustu viku þegar hann fór í skoðun.

„Ég þakka Guði fyrir að mér líður vel og fyrir að leyfa Dr. Fabio og Dr. Miguel að annast heilsu mína. Ég mun mæta þessum andstæðingi með bros á vör," skrifaði Pele á samfélagsmiðlum.

Fjölmiðlar í Brasilíu sögðu að það hafi liðið yfir Pele á spítalanum en hann var snöggur að neita því á Instagram.

Pele hefur verið að glíma við ýmis heilsuvandamál á undanförnum árum og ferðast yfirleitt um með göngugrind eða hjólastól.

Hann er markahæsti leikmaður í sögu brasilíska landsliðsins með 77 mörk og eini leikmaðurinn í sögunni til að hafa unnið þrjú heimsmeistaramót í karlaflokki.
Athugasemdir
banner
banner
banner