Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 06. september 2022 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Barcelona losar sig við Pjanic - Peningarnir í Mið-Austurlöndunum kalla
Miralem PJanic
Miralem PJanic
Mynd: EPA
Miralem Pjanic, leikmaður Barcelona, er á förum frá félaginu eftir tveggja ára veru þar en hann er á leið til Sharjah í sameinuðu furstaríkjunum. Það er Fabrizio Romano sem greinir frá.

Pjanic, sem er 32 ára gamall, kom til Barcelona frá Juventus í skiptidíl fyrir Brasilíumanninn Arthur.

Hann spilaði 30 leiki á fyrra tímabili sínu með Börsungum en var lánaður til tyrkneska félagsins Besiktas árið á eftir.

PJanic snéri aftur til Barcelona eftir tímabilið og æfði með liðinu í sumar en hefur ekki enn spilað leik á þessari leiktíð.

Bosníumaðurinn er nú á leið til Sharjah FC í sameinuðu furstaríkjunum og gerir hann þriggja ára samning.

Þetta verður sjöunda félagið sem hann spilar fyrir á ferlinum á eftir Metz, Lyon, Roma, Juventus, Besiktas og auðvitað Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner