Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fös 06. september 2024 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lagið um Haaland tekið úr samhengi - „Hann tók þessu persónulega"
Marc Cucurella
Marc Cucurella
Mynd: EPA
Sá hlær best sem síðast hlær
Sá hlær best sem síðast hlær
Mynd: Getty Images

Marc Cucurella hefur svarað fyrir sig eftir að Erling Haaland skaut á hann eftir sigur Man City gegn Chelsea í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar.


Cucurella söng lag um sjálfan sig eftir sigur Spánar á EM í sumar en í laginu er texti um Haaland.

„Haaland skelfur, því Cucurella er að koma,“ segir í laginu en Haaland skoraði fyrra mark City gegn Chelsea í 2-0 sigri.

„Cucurella er fyndinn náungi. Hann fær að gera nákvæmlega það sem honum sýnist, mér er alveg sama, en samt fyndið því á síðasta tímabili bað hann um treyjuna mína og í sumar syngur hann lag um mig,“ sagði Haaland eftir leikinn.

Cucurella segir hins vegar að þetta sé einn stór misskilningur.

„Ég myndi halda að ef það er eitthvað lag sem er með nafninu þínu í sé það út af því þú ert topp leikmaður eða heimsfrægur, nafn leikmanns sem er ekki þekktur myndi ekki vera notað," sagði Cucurella.

„Það eru allir ánægðir því hann skoraði og ég er ánægður að vinna EM. Ég myndi gera þetta aftur. Englendingar tóku þettaa smá úr samhengi og ég held að hann hafi ekki skilið þetta heldur. Hann les það sem er skrifað og tók þessu svolítið persónulega."

„Fólk tekur hlutum svo persónulega nú til dags. Kollegi minn, Cole Palmer, spurði Haaland út í þetta og málið dautt," sagði Cucurella að lokum.


Athugasemdir
banner