
Orri Steinn Óskarsson var rétt í þessu að koma Íslandi í 1-0 gegn Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni.
Lestu um leikinn: Ísland 2 - 0 Svartfjallaland
Ísland hafði verið betri aðilinn stærstan hluta fyrri hálfleiksins en vantaði upp á færin.
Það var ekki fyrr en á 39. mínútu sem Ísland tók forystuna. Jóhann Berg Guðmundsson tók hornspyrnu á nær og þar var Orri Steinn mættur til að stanga boltanum í netið.
Þriðja landsliðsmark hans og heldur hann áfram að vera sjóðandi heitur í byrjun tímabilsins.
Sjáðu markið hér
Orri Steinn Óskarsson opens scoring for Icelandpic.twitter.com/kBM6anyFDR
— Goals Xtra (@GoalsXtra) September 6, 2024
Cristiano Óskarsson????????????????????????
— Sigur?ur Gísli (@SigurdurGisli) September 6, 2024
Athugasemdir