PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
   fös 06. september 2024 16:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
U21: Kristall með þrennu í mögnuðum sigri gegn Danmörku
Icelandair
Kristall fagnar marki á Víkingsvellinum í dag.
Kristall fagnar marki á Víkingsvellinum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stórkostlegur sigur.
Stórkostlegur sigur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland U21 4 - 2 Danmörk U21
0-1 William Osula ('16 )
1-1 Kristall Máni Ingason ('28 )
2-1 Ari Sigurpálsson ('41 )
2-2 Mathias Kvistgaarden ('52 )
3-2 Kristall Máni Ingason ('73 , víti)
4-2 Kristall Máni Ingason ('75 )
Rautt spjald: Sebastian Otoa, Danmörk U21 ('71) Lestu um leikinn

Kristall Máni Ingason fór á kostum þegar U21 landslið Ísland vann magnaðan sigur á Danmörku í undankeppni EM á Víkingsvellinum í dag.

Danir byrjuðu leikinn betur og skoraði William Osula fyrsta mark leiksins. Newcastle keypti hann á 15 milljónir punda í sumar og getur kaupverðið hækkað um 5 milljónir punda til viðbótar.

En tveir Víkingar sneru leiknum við fyrir íslenska liðið; Kristall Máni jafnaði metin á 28. mínútu eftir að hafa unnið boltann af varnarmanni Danmerkur og Ari Sigurpálsson mætti svo á fjærstöngina rétt fyrir hálfleik og koma Íslandi yfir.

Snemma í seinni hálfleik jafnaði Mathias Kvistgaarden fyrir Danmörku á nýjan leik. Spennan var mikil en á 73. mínútu fékk Ísland vítaspyrnu þegar Hilmir Rafn Mikaelsson gerði virkilega vel. Vítaspyrna var dæmd og á sama tíma fékk Sebastian Otoa að líta rauða spjaldið.

Kristall fór á punktinn og skoraði en stuttu eftir það fullkomnaði hann þrennu sína. Honum líður svo sannarlega vel á Víkingsvelli.

Lokatölur 4-2 fyrir Ísland; frábær sigur í baráttunni um að komast á lokakeppni EM. Ísland er núna með níu stig eftir fimm leiki, tveimur stigum frá Danmörku sem er á toppi riðilsins. Danir voru taplausir fyrir leikinn.

Núna klukkan 18:45 hefst leikur Ísland og Svartfjallalands í Þjóðadeildinni en vonandi ná strákarnir í A-landsliðinu að fylgja eftir mögnuðum sigri U21 landsliðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner