Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 06. október 2020 15:20
Elvar Geir Magnússon
Hefði kostað Man Utd 250 milljónir evra að fá Sancho
Mynd: Getty Images
Guardian segir að Manchester United hafi hætt við að kaupa Jadon Sancho eftir að hafa komist að því að kostnaðurinn hefði verið nálægt 250 milljónum evra.

Borussia Dortmund sett 120 milljóna evra verðmiða á leikmanninn og hefði allur pakkinn, með launakröfum leikmannsins og greiðslu til umboðsmanns hans, hækkað þá tölu vel.

United taldi á endanum að ekki væri réttlætanlegt að fara í þessa fjárfestingu á tímum þar sem heimsfaraldur geysar.

United reiknar ekki með því að áhorfendur verði leyfðir á leikjum þar til í mars og félagið verður því af gríðarlegum leikdagstekjum.
Athugasemdir
banner
banner