Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 06. október 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Nyland leystur undan samning hjá Aston Villa (Staðfest)
Nyland komst í sögubækurnar þegar hann labbaði með boltann inn í eigið mark en markið ekki dæmt gilt vegna tæknibilunar.
Nyland komst í sögubækurnar þegar hann labbaði með boltann inn í eigið mark en markið ekki dæmt gilt vegna tæknibilunar.
Mynd: Getty Images
Norski markvörðurinn Örjan Nyland hefur verið leystur undan samningi eftir tvö ár hjá Aston Villa.

Nyland, sem er 30 ára, spilaði 35 leiki á tíma sínum hjá félaginu en áður hafði hann verið aðalmarkvörður Molde og FC Ingolstadt.

Dean Smith telur Nyland ekki vera nægilega góðan til að berjast um markmannsstöðuna hjá Villa en félagið var að kaupa Emiliano Martinez fyrir 20 milljónir punda og hefur hann staðið sig með prýði á upphafi tímabils. Tom Heaton, Jed Steer og Lovre Kalinic eru einnig á mála hjá félaginu.

Nyland, sem á 28 landsleiki að baki fyrir Noreg, er að glíma við bakmeiðsli þessa dagana. Hann hefur verið orðaður við ýmis félög í Skandinavíu, Þýskalandi og Hollandi undanfarin misseri.
Athugasemdir
banner
banner
banner