Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   þri 06. október 2020 14:48
Magnús Már Einarsson
Özil ætlar að borga laun lukkudýrsins hjá Arsenal
Mesut Özil, miðjumaður Arsenal, hefur boðist til að borga laun Jerry Quy sem hefur leikið lukkudýrið Gunnersaurus síðan 1993.

Gunnersaurus er risaeðla sem hefur haldið uppi stemningunni á heimaleikjum liðsins.

Quy hefur verið stuðningsmaður Arsenal síðan 1963 en hann missti starf sitt á dögunum líkt og 55 aðrir starfsmenn Arsenal.

Málið vakti mikla athygli í gær en Özil, sem þénar 350 þúsund pund í laun á viku, hefur boðist til að borga laun Quy.

Özil ætlar að greiða launin meðan hann er ennþá leikmaður Arsenal. Özil er úti í kuldanum hjá Mikel Arteta, stjóra Arsenal, en ekkert félag gerði þó tilboð í hann fyrir gluggalok í gær.


Athugasemdir
banner
banner