Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   fös 06. nóvember 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn um helgina - Barca og Sevilla þurfa sigra
Níunda umferð spænska deildartímabilsins fer fram um helgina og byrjar boltinn að rúlla strax í kvöld þegar Elche og Celta Vigo eigast við. Elche hefur komið á óvart á upphafi tímabils og er með 10 stig eftir 6 umferðir.

Á morgun á Huesca leik við Eibar í fallbaráttunni áður en sjónvarpsleikirnir þrír fara af stað.

Barcelona þarf sigur gegn Real Betis rétt eins og Sevilla verður að ná í þrjú stig gegn Osasuna eftir hrikalega byrjun beggja liða á tímabilinu.

Atletico Madrid mætir spútnik liði Cadiz um kvöldið en liðin eru jöfn með 14 stig. Atletico á þó tvo leiki til góða.

Fimm leikir fara svo fram á sunnudaginn þar sem Real Madrid heimsækir Valencia. Það er allt í rugli hjá Valencia og munu lærisveinar Zinedine Zidane reyna að nýta sér það í toppbaráttunni.

Föstudagur:
20:00 Elche - Celta

Laugardagur:
13:00 Huesca - Eibar
15:15 Barcelona - Betis (Stöð 2 Sport 2)
17:30 Sevilla - Osasuna (Stöð 2 Sport 2)
20:00 Atletico Madrid - Cadiz (Stöð 2 Sport 4)

Sunnudagur:
13:00 Getafe - Villarreal
15:15 Real Sociedad - Granada CF
17:30 Levante - Alaves
17:30 Valladolid - Athletic Bilbao
20:00 Valencia - Real Madrid
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 4 4 0 0 8 2 +6 12
2 Barcelona 4 3 1 0 13 3 +10 10
3 Athletic 4 3 0 1 6 4 +2 9
4 Getafe 4 3 0 1 6 4 +2 9
5 Villarreal 4 2 1 1 8 3 +5 7
6 Espanyol 3 2 1 0 5 3 +2 7
7 Alaves 4 2 1 1 4 3 +1 7
8 Elche 4 1 3 0 6 4 +2 6
9 Betis 5 1 3 1 6 6 0 6
10 Osasuna 4 2 0 2 3 2 +1 6
11 Atletico Madrid 4 1 2 1 5 4 +1 5
12 Celta 5 0 4 1 4 6 -2 4
13 Sevilla 4 1 1 2 7 7 0 4
14 Vallecano 4 1 1 2 4 5 -1 4
15 Valencia 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Oviedo 4 1 0 3 1 7 -6 3
17 Real Sociedad 4 0 2 2 4 6 -2 2
18 Levante 4 0 1 3 5 9 -4 1
19 Mallorca 3 0 1 2 2 6 -4 1
20 Girona 4 0 1 3 2 11 -9 1
Athugasemdir
banner
banner