Manchester City þarf að borga Benjamin Mendy stærstan hluta af þeim launum sem hann á ógreidd hjá félaginu. Hann fór í mál við City og fór fram á 11 milljónir punda í laun en félagið hætti að borga honum eftir að hann var ákærður fyrir kynferðisbrot.
Mendy var sýknaður af ákærum um nauðganir og kynferðislegt ofbeldi.
Mendy var sýknaður af ákærum um nauðganir og kynferðislegt ofbeldi.
City greiddi Mendy ekki laun og sagði félagið að það væri á þeim rökum að franski varnarmaðurinn gæti ekki sinn skyldum sínum vegna þeirra ákæra sem lagðar voru fram.
Dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að Mendy ætti rétt á að fá meirihluta ógreiddra launa sinna.
Mendy leikur í dag fyrir franska B-deildarliðið Lorient en samningur hans við City rann út á síðasta ári.
Athugasemdir