Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 06. desember 2021 14:46
Elvar Geir Magnússon
Forseti Sampdoria handtekinn
Massimo Ferrero.
Massimo Ferrero.
Mynd: Getty Images
Massimo Ferrero, forseti ítalska félagsins Sampdoria, hefur verið handtekinn vegna gruns um fjármálaglæpi sem ekki tengjast félaginu.

Lögreglan handtók Ferrero í morgun en fimm aðrir aðilar hafa verið yfirheyrðir vegna málsins.

Sampdoria hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að Ferrero sé hættur sem forseti félagsins í kjölfarið á handtökunni.

Ferrero keypti Sampdoria í júní 2014 frá Garrone fjölskyldunni.

Um helgina var Ferrero í viðtali þar sem hann sagðist þreyttur og væri að leita að fjárfestum sem væru tilbúnir að kaupa félagið.

„Eftir átta ár af fórn, ástríðu, vinnusemi en einnig persónulegum árásum og ásökunum þá er ég orðinn þreyttur," sagði Ferrero. „Ég mun halda áfram að gera mitt besta fyrir félagið en ef það eru áhugasamir kaupendur þá megið þið endilega koma þeim í samband við mig. Ég er tilbúinn að hlusta."
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 32 16 7 9 57 38 +19 55
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
17 Udinese 32 4 16 12 30 48 -18 28
18 Frosinone 33 6 10 17 40 63 -23 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 33 2 9 22 26 70 -44 15
Athugasemdir
banner
banner