Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 06. desember 2021 16:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Haraldur Einar: Var ekki ánægður með samninginn sem ég var á
Í leik með FH í Bose bikarnum.
Í leik með FH í Bose bikarnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haraldur Einar Ásgrímsson gekk í raðir FH frá Fram í nóvember. Haraldur, sem er 21 árs vinstri bakvörður, ræddi við Fótbolta.net í dag og ræddi um félagaskiptin.

Sjá einnig:
Hin hliðin - Haraldur Ásgrímsson
Vita ekki hvernig FH komst að því að hann var með lausan samning

„Það er geggjuð tilfinning og gaman að vera kominn í svona flottan klúbb. Þessar þrjár-fjórar vikur með FH hafa verið geggjaðar," sagði Haraldur.

„Ég kláraði tímabilið með Fram og fer í viðræður við Fram um endurnýjun á samning. Ég enda á því að nýta uppsagnarákvæði sem ég var með í samningnum mínum. Eftir það þá heyrði ég af áhuga frá FH og ákveð að hoppa á það."

„Ég var ekki ánægður með samninginn sem ég var á hjá Fram á þeim tíma og Fram skildi það alveg. Ég fór í viðræður við Fram en svo kemur FH upp og eftir að hafa talað við Óla [Ólaf Jóhannesson, þjálfara liðsins] þá leist mér mjög vel á FH."


Erfitt að yfirgefa Fram
Var erfitt að fara frá Fram?

„Já, klárlega. Ég var búinn að vera í Fram frá 4. flokki og þetta er minn uppeldisklúbbur. Það var erfitt að segja bæ við alla vinina."

„Það er búið að vera markmiðið síðan ég byrjaði í meistaraflokki að fara upp í efstu deild. Núna er að verða tilbúið nýtt svæði í Úlfarsárdal og það var klárlega erfitt að fara."


Upplifiru svekkelsi hjá Framörum með þessi skipti?

„Já, ég upplifi það alveg, kannski skiljanlega. Ég skil alveg ef Framararnir skilja ekki mína hlið á þessu og hefðu viljað hafa mig áfram í Fram. Eins og ég sagði þá leist mér bara mjög vel á FH og lít á það sem skref upp á við. Þar kemst ég í meira krefjandi aðstæður og betra umhverfi með betri aðstöðu."

Sérðu FH sem betri stað til að taka næsta skref og komast í atvinnumennsku?

„Ég reyni að gera mitt besta hjá FH og ef eitthvað svoleiðis kemur upp þá er það bara geggjað," sagði Haraldur.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Þar ræðir hann um U21 landsliðið, samkeppnina í FH og síðasta tímabil með Fram.
Athugasemdir
banner
banner