Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   mán 06. desember 2021 16:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Haraldur Einar: Var ekki ánægður með samninginn sem ég var á
Í leik með FH í Bose bikarnum.
Í leik með FH í Bose bikarnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haraldur Einar Ásgrímsson gekk í raðir FH frá Fram í nóvember. Haraldur, sem er 21 árs vinstri bakvörður, ræddi við Fótbolta.net í dag og ræddi um félagaskiptin.

Sjá einnig:
Hin hliðin - Haraldur Ásgrímsson
Vita ekki hvernig FH komst að því að hann var með lausan samning

„Það er geggjuð tilfinning og gaman að vera kominn í svona flottan klúbb. Þessar þrjár-fjórar vikur með FH hafa verið geggjaðar," sagði Haraldur.

„Ég kláraði tímabilið með Fram og fer í viðræður við Fram um endurnýjun á samning. Ég enda á því að nýta uppsagnarákvæði sem ég var með í samningnum mínum. Eftir það þá heyrði ég af áhuga frá FH og ákveð að hoppa á það."

„Ég var ekki ánægður með samninginn sem ég var á hjá Fram á þeim tíma og Fram skildi það alveg. Ég fór í viðræður við Fram en svo kemur FH upp og eftir að hafa talað við Óla [Ólaf Jóhannesson, þjálfara liðsins] þá leist mér mjög vel á FH."


Erfitt að yfirgefa Fram
Var erfitt að fara frá Fram?

„Já, klárlega. Ég var búinn að vera í Fram frá 4. flokki og þetta er minn uppeldisklúbbur. Það var erfitt að segja bæ við alla vinina."

„Það er búið að vera markmiðið síðan ég byrjaði í meistaraflokki að fara upp í efstu deild. Núna er að verða tilbúið nýtt svæði í Úlfarsárdal og það var klárlega erfitt að fara."


Upplifiru svekkelsi hjá Framörum með þessi skipti?

„Já, ég upplifi það alveg, kannski skiljanlega. Ég skil alveg ef Framararnir skilja ekki mína hlið á þessu og hefðu viljað hafa mig áfram í Fram. Eins og ég sagði þá leist mér bara mjög vel á FH og lít á það sem skref upp á við. Þar kemst ég í meira krefjandi aðstæður og betra umhverfi með betri aðstöðu."

Sérðu FH sem betri stað til að taka næsta skref og komast í atvinnumennsku?

„Ég reyni að gera mitt besta hjá FH og ef eitthvað svoleiðis kemur upp þá er það bara geggjað," sagði Haraldur.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Þar ræðir hann um U21 landsliðið, samkeppnina í FH og síðasta tímabil með Fram.
Athugasemdir
banner
banner