Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mið 06. desember 2023 16:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ange ánægður að endurheimta leiðtoga úr banni
Mynd: Getty Images
Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, segir að Richarlison verði til taks þegar Tottenham tekur á móti West Ham. Richarlison kom inn á sem varamaður gegn Manchester City á sunnudag þegar hann sneri til baka eftir meiðsli.

Annar leikmaður sem verður til taks annað kvöld er Christian Romero. romero hefur tekið út þriggja leikja bann.

„Það er frábært að fá hann aftur. Hann er eini eiginlegi miðvörðurinn okkar sem er heill þessa stundina. Það er gott að fá einn slíkan inn. Hann er frábær leikmaður og einnig leiðtogi í hópnum."

„Ég hef ekki rætt við hann um agamáln. Það er hluti af honum sem leikmaður, líkamlegi þátturinn, hann lætur finna fyrir sér. Þegar hann fer yfir línuna þá hefur það áhrif á allan hópinn svo það er undir honum komið að halda sér réttu megin við línuna eins og ég veit að hann getur. Það sem er enn mikilvægara er hans nærvera á vellinum og á æfingasvæðinu yfir vikuna, svo það er gott að fá hann aftur,"
sagði Postecoglou aðspurður hvort hann hefði rætt við Romero um rauða spjaldið gegn Chelsea sem kom honum í þriggja leikja bann.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 21 15 5 1 50 20 +30 50
2 Arsenal 22 12 8 2 43 21 +22 44
3 Nott. Forest 22 13 5 4 33 22 +11 44
4 Chelsea 22 11 7 4 44 27 +17 40
5 Man City 22 11 5 6 44 29 +15 38
6 Newcastle 22 11 5 6 38 26 +12 38
7 Bournemouth 22 10 7 5 36 26 +10 37
8 Aston Villa 22 10 6 6 33 34 -1 36
9 Brighton 22 8 10 4 35 30 +5 34
10 Fulham 22 8 9 5 34 30 +4 33
11 Brentford 22 8 4 10 40 39 +1 28
12 Crystal Palace 22 6 9 7 25 28 -3 27
13 Man Utd 22 7 5 10 27 32 -5 26
14 West Ham 22 7 5 10 27 43 -16 26
15 Tottenham 22 7 3 12 45 35 +10 24
16 Everton 21 4 8 9 18 28 -10 20
17 Wolves 22 4 4 14 32 51 -19 16
18 Ipswich Town 22 3 7 12 20 43 -23 16
19 Leicester 22 3 5 14 23 48 -25 14
20 Southampton 22 1 3 18 15 50 -35 6
Athugasemdir
banner
banner
banner