Burnley tapaði gegn Wolves í gær þar sem Hwang Hee-Chan skoraði eina mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks.
Markið kom eftir slæm mistök í vörn Burnley sem Úlfarnir nýttu sér og Hwang batt endahnútinn og skoraði.
Burnley er í næst neðsta sæti deildarinnar, tveimur stigum frá öruggu sæti eftir leikinn en Vincent Kompany er ósáttur með sóknarleik liðsins.
„Við fengum færi og nýttum þau ekki og eitt af fáum færum sem við fengum á okkur þá fengum við á okkur mark. Að lokum fannst mér leikurinn ekki vinnast á einu augnabliki, við hefðum átt að skora," sagði Kompany.
„Við verðum að trúa því að við erum inn í leikjunum og það muni færa okkur úrslit. Þegar þú færð tækifæri verður þú að nýta þau, í augnablikinu ætla ég ekki að vorkenna okkur en við verðum a ðbæta okkur á þessu sviði."