Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 07. janúar 2020 21:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Deildabikarinn: City sigraði verðskuldað á Old Trafford
Mahrez prjónaði sig í gegn í öðru marki City.
Mahrez prjónaði sig í gegn í öðru marki City.
Mynd: Getty Images
Rashford eftir þriðja mark City. Rashford skoraði eina mark United í kvöld.
Rashford eftir þriðja mark City. Rashford skoraði eina mark United í kvöld.
Mynd: Getty Images
Manchester Utd 1 - 3 Manchester City
0-1 Bernardo Silva ('17 )
0-2 Riyad Mahrez ('33 )
0-3 Andreas Pereira ('39 , sjálfsmark)
1-3 Marcus Rashford ('70 )

Manchester United tók í kvöld á móti Manchester City í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum enska deildabikarsins. Seinni viðureignin fer fram eftir þrjár vikur.

Manchester City komst yfir með frábæru marki frá Bernardo Silva eftir sautján mínútna leik. Bernardo fékk boltann frá Kyle Walker, rak hann áfram og lúðraði honum svo í fjærhornið, sláin inn.

Riyad Mahrez kom City í 0-2 á 33. mínútu þegar hann skar sig eins og hnífur í gegnum smjör í gegnum vörn United-liðsins. 0-2 varð svo 0-3 á 39. mínútu þegar frábær skyndisókn City endaði með sjálfsmarki Andreas Pereira eftir að boltinn hrökk af honum og í netið.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, gerði breytingu í hálfleik þegar Jesse Lingard var tekinn af velli og inn kom Nemanja Matic. Síðar kom Angel Gomes inn á og hann náði að vekja samherja sína.

Á 70. mínútu minnkaði Marcus Rashford muninn með góðu skoti eftir sendingu frá Mason Greenwood. Lengra komust leikmenn United ekki í leiknum og niðurstaðan því 1-3 sigur gestanna.
Athugasemdir
banner
banner
banner