Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   þri 07. janúar 2025 14:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Júlli Magg á leið til Elfsborg
Júlíus Magnússon.
Júlíus Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Júlíus Magnússon er sagður á leið til Elfsborg í Svíþjóð frá Fredrikstad í Noregi þar sem hann hefur spilað síðustu árin.

Júlíus hefur leikið afar vel með Fredrikstad og verið með fyrirliðabandið hjá liðinu. Hann hjálpaði þeim að vinna norska bikarmeistaratitilinn á síðasta ári.

Nettavisen í Noregi segir að viðræður séu á lokastigi en kaupverðið er um 10 milljónir norskra króna sem janfgildir um 128 milljónum íslenskra króna.

Júlíus spilaði allar mínúturnar fyrir Fredrikstad á síðasta tímabili og var algjör lykilmaður.

En núna er þessi 26 ára gamli leikmaður á leið í sænska boltann og mun þar spila fyrir Elfsborg sem er stórt félag þar í landi.

Eggert Aron Guðmundsson er leikmaður Elfsborg.




Athugasemdir
banner
banner
banner