Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
banner
   þri 07. febrúar 2023 14:08
Elvar Geir Magnússon
Áfrýja ekki rauða spjaldinu sem Casemiro fékk - Martial, McTominay og Antony fjarverandi á morgun
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, sagði frá því á fréttamannafundi í dag að Anthony Martial og Scott McTominay séu ekki klárir í slaginn og verða ekki með United þegar liðið leikur gegn Leeds á morgun.

Þá er vængmaðurinn Antony ekki leikfær og Casemiro afplánar fyrsta leikinn af þremur í leikbanni eftir rauða spjaldið umtalaða gegn Crystal Palace um síðustu helgi.

Manchester United hefur ákveðið að áfrýja ekki rauða spjaldinu.

„Við ræddum um það, en ég held að í lagalegu ferli hefðum við ekki átt möguleika," segir Ten Hag. Hvernig mun hann leggja upp leikinn án hins mikilvæga Casemiro á miðjunni?

„Ég er stjórinn og það er hlutverk mitt að spila á þeim leikmönnum sem eru til taks hverju sinni. Það eru margir góðir leikmenn í hópnum, við þurfum á sigri að halda og erum með lið sem getur skilað sigri."

Líklegt er að brasilíski landsliðsmaðurinn Fred verði með Marcel Sabitzer, lánsmanninum sem kom frá Bayern München, á miðsvæðinu. Sabitzer kom inn af bekknum gegn Palace. Þá hefur verið rætt um þann möguleika að færa miðvörðinn Lisandro Martínez á miðsvæðið.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
5 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
6 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
7 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
8 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
9 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
10 Brighton 14 6 4 4 24 20 +4 22
11 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
12 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 14 3 3 8 16 28 -12 12
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir