Chelsea býst við að landa Guehi - Risaverðmiði á Isak - Mikill áhugi á Mateta
   fös 07. febrúar 2025 22:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Amorim: Hafði ekkert með Fergie tíma að gera
Mynd: EPA
Ruben Amorim var ekki ánægður með frammistöðu Man Utd þegar liðið vann Leicester á dramatískan hátt í enska bikarnum í kvöld en ánægður að hafa komist áfram í bikarnum.

Ruud van NIstelrooy kallaði sigurmarkið rangstöðu tíma en þar vitnaði hann í Fergie tímann fræga þegar Man Utd skoraði mörg mörk á lokasekúndunum undir stjórn Sir Alex Ferguson.

„Við þurftum að trúa til enda en þessi leikur hafði ekkert með Fregie tíma að gera. Hvað varðar frammistöðu þá verðum við að gera miklu betur, bæði með og án bolta," sagði Amorim.

„Þjálfarinn er fyrsti ábyrgðamaðurinn, þegar liðið er ekki að spila vel og bætir sig ekki er það þjálfaranum að kenna. Við verðum að horfa á leikinn og læra af honum til að sjá hvað við þurfum að bæta næst."
Athugasemdir
banner
banner
banner