![Lengjudeildin](/images/leng_150x150.png)
Harley Willard er búinn að skrifa undir eins árs samning við Selfoss en fyrr í þessari viku var sagt frá því að hann væri við það að ganga í Þór. Willard er Skoti sem fer á Selfoss eftir tvö ár hjá KA.
Samkvæmt heimildum var það langt komið að hann færi í Þór en hann hafði áður verið í viðræðum við Selfoss sem kom með betrumbætt tilboð sem Willard ákvað að samþykkja.
Samkvæmt heimildum var það langt komið að hann færi í Þór en hann hafði áður verið í viðræðum við Selfoss sem kom með betrumbætt tilboð sem Willard ákvað að samþykkja.
Willard er 27 ára sóknarsinnaður miðjumaður sem getur einnig spilað á kantinum. Hann skoraði fimm mörk og lagði upp þrjú í Bestu deildinni tímabilið 2023 og á síðasta tímabili komst hann ekki á blað í deildinni en lagði upp sex mörk.
Willard kom fyrst til landsins árið 2019 þegar hann samdi við Víking Ólafsvík. Þar spilaði hann í þrjú tímabil áður en hann gekk í raðir Þórs á Akureyri. Eftir tímabilið 2022 fór hann svo í KA.
Hann hefur leikið yfir 170 leiki hér á landi og skorað í þeim yfir 60 mörk og lagt upp fjölda marka.
„Eftir að hafa átt í mjög góðum viðræðum við Selfoss þá var ekki spurning í huga að semja við félagið. Aðstæður hér eru til fyrirmyndar, það er flott fólk í kringum félagið, liðið er ungt og þakið er hátt,” segir Harley.
„Ég er búinn að eiga frábæran tíma á Akureyri undanfarin ár en mér fannst vera kominn tími á breytingar og ég er spenntur að flytja á Selfoss," segir Harley að lokum.
Selfoss vann 2. deild í fyrra og verður í Lengjudeildinni í sumar. Bjarni Jóhannsson er þjálfari liðsins.
Athugasemdir