Arsenal gæti keypt Lautaro á metfé - Líklegt að Arsenal kaupi Sesko í sumar - Launakröfur Garnacho of háar fyrir Napoli
banner
   fös 07. febrúar 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sergio Ramos semur við lið í Mexíkó (Staðfest)
Mynd: CF Monterrey
Spænski varnarmaðurinn Sergio Ramos er genginn til liðs við CF Monterrey í Mexíkó.

Þessi 38 ára gamli varnarmaður var í herbúðum Real Madrid í 16 ár. Hann var fyrirliði liðsins, vann spænsku deildina fimm sinnum og Meistaradeildina fjórum sinnum með liðinu.

Þá var hann einu sinni heimsmeistari með spænska landsliðinu og tvisvar Evrópumeistari.

Hann lék í tvö ár með PSG áður en hann snéri aftur til Sevilla þar sem hann er uppalinn. Hann lék þar eitt tímabil en hann hefur verið samningslaus frá því hann yfirgaf Sevilla síðasta sumar.

Jose Antonio Noriega, forseti Monterrey, greindi frá því að félagið reyndi að semja við hann síðasta sumar en aðilarnir náðu ekki saman.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner