banner
   mán 07. júní 2021 10:29
Ívan Guðjón Baldursson
Aston Villa að kaupa Buendía (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Aston Villa er búið að ganga frá kaupum á kantmanninum knáa Emiliano Buendía sem var valinn besti leikmaður Championship deildarinnar á síðustu leiktíð er Norwich rúllaði upp deildinni.

Hinn 24 ára gamli Buendia skoraði 15 mörk og lagði upp 17 á deildartímabilinu. Hann vakti mikla athygli á sér og var meðal annars eftirsóttur af Arsenal, en Norwich hafnaði tilboðum frá Lundúnafélaginu.

„Aston Villa og Norwich City hafa komist að samkomulagi um félagaskipti Emiliano Buendía," segir meðal annars í yfirlýsingu Aston Villa.

Buendía er með argentínska landsliðinu sem stendur að undirbúa sig fyrir mikilvægan leik gegn Kólumbíu í undankeppni fyrir HM á næsta ári.

Hann mun gangast undir læknisskoðun og skrifa undir samning eftir leikinn.

Talið er að Aston Villa borgi í heildina um 40 milljónir punda fyrir Buendía. 30 milljónir strax og 10 í árangurstengdum aukagreiðslum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner