Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
   þri 07. júní 2022 13:23
Elvar Geir Magnússon
Brynjólfur: Gaman að sjá hvað Ísland á marga flotta sóknarmenn í yngri landsliðunum
Icelandair
Brynjólfur Willumsson.
Brynjólfur Willumsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U21 landsliðið er að búa sig undir mikilvægan leik gegn Hvíta-Rússlandi á morgun í undankeppni EM. Ísland á möguleika á því að komast í umspil en þarf að treysta á að Grikkland misstígi sig á lokasprettinum.

Sjá einnig:
Þetta þarf að gerast svo U21 komist í umspil

Brynjólfur Willumsson, fyrirliði U21 landsliðsins, ræddi við Fótbolta.net í morgun. Kýpur vann Grikkland í gær og eftir þau úrslit jókst möguleiki íslenska liðsins á að ná umspilssæti.

„Þessi úrslit gefa meiri von en Grikkir eiga eftir að mæta Portúgal úti og þeim nægir jafntefli. Þetta er ekki alveg í okkar höndum en við þurfum að klára okkar verkefni, þessa tvo leiki sem við eigum. Við erum með fókusinn á Hvíta-Rússlandi og þurfum að mæta vel gíraðir í þann leik," segir Brynjólfur.

„Hvít-Rússarnir eru með mjög öflugt lið og unnu til að mynda Kýpur. Við þurfum að mæta klárir í þennan leik."

U21 landsliðið er með mikla breidd sóknarlega.

„Við erum með fullt af flottum sóknarmönnum. Það er gaman að sjá hvað Ísland er komið með marga svona leikmenn í yngri landsliðunum. Mörkin hjá okkur hafa verið að koma úr öllum áttum. Það geta allir haft áhrif á leikinn," segir Brynjólfur.

Leikur Íslands og Hvíta-Rússlands verður klukkan 18:00 á morgun á Víkingsvelli.
Athugasemdir
banner
banner