Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   þri 07. júní 2022 22:03
Baldvin Már Borgarsson
Nik Chamberlain: Þær áttu skilið að vera yfir í hálfleik
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Nik Anthony Chamberlain var gríðarlega ánægðu með 1-3 endurkomusigur sinna kvenna á Meistaravöllum fyrr í kvöld gegn KR í Bestu deild kvenna.

KR leiddi sanngjarnt 1-0 í hálfleik en Þróttarastúlkur mættu af gríðarlegum krafti inn í seinni hálfleikinn og snéri leiknum sér í vil, lokastaðan 1-3 sigur þar sem Katla Tryggvadóttir fór á kostum og skoraði þrennu.


Lestu um leikinn: KR 1 -  3 Þróttur R.

„Ég er sáttur með seinni hálfleikinn, í fyrri hálfleik settu þær okkur undir pressu sem við höndluðum illa, þær áttu skilið að vera yfir í hálfleik. Í seinni hálfleik fórum við loksins að spila þann fótbolta sem við viljum spila, héldum boltanum niðri og færðum hann hratt svo það var bara tímaspursmál hvenær við myndum skora.''


„Við þurftum bara að einbeita okkur að því sem við gerum á æfingum, spila einfaldan fótbolta og færa boltann hratt, fá Murphy í svæðin þar sem hún getur keyrt á vörnina og Kötlu í svæðin þar sem hún fær færin og hún augljóslega skoraði þrjú mörk svo það var allt bara miklu betra í seinni hálfleik.''


„Við breyttum aðeins í hálfleik, Sæunn fór í tíuna, Freyja var að vinna gríðarlega vel, Katla fór að finna svæðin sem við viljum fá hana í svo við stjórnuðum leiknum hreinlega bara algjörlega í seinni hálfleik.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en það er tekið á ensku svo það er í meginmálum skrifað hér líka á íslensku.


Athugasemdir
banner
banner