Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   þri 07. júlí 2020 22:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Milo: Alltaf gaman að vinna Dalvík
Milo var ánægður með sína leikmenn í kvöld.
Milo var ánægður með sína leikmenn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Alltaf gaman að vinna Dalvík. Við hugsum samt um að fá inn fleiri stig, erfiður leikur næstu helgi og smá um meiðsli í hópnum. Ég sagði við strákana í hálfleik að við gætum unnið þennan leik og þeir fóru út og við unnum." sagði Slobodan Milisic, oftast kallaður Milo, þjálfari KF eftir 2-4 útisigur á Dalvík/Reyni í dag.

KF lenti undir í fyrri hálfleik en stjórnaði leiknum lengstum og upplifun fréttaritara er sú að sigurinn hafi verið verðkuldaður.

Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 2 -  4 KF

„Við vorum meira með boltann og reyndum að stjórna sem gekk kannski ekki alltaf. Svona er fótboltinn, stundum brotna lið þegar þau fá á sig mark og tapa leikjum."

KF hefur sigrað sjö af síðustu átta deildarleikjum þessara liða. Hefur Milo einhverja útskýringu á þessu taki?

„Ég veit það ekki. Það er stundum svona í þessu að maður lendir í hringjum, [sífelldum endurtekningum]. Fyrir okkur er þetta jákvætt en fyrir þá er þetta neikvætt. Það þarf svo að komast út úr þeim aðstæðum. Strákarnir eru alltaf einbeittir fyrir þessa leiki og enginn býst við því að liðið muni tapa."

Milo var að lokum spurður út í fjarveru nokkurra leikmanna og svaraði einnig spurningu af hverju Sachem Wilson tók ekki vítaspyrnuna undir lok leiks til að fullkomna þrennu sína.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner