Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   þri 07. júlí 2020 22:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Milo: Alltaf gaman að vinna Dalvík
Milo var ánægður með sína leikmenn í kvöld.
Milo var ánægður með sína leikmenn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Alltaf gaman að vinna Dalvík. Við hugsum samt um að fá inn fleiri stig, erfiður leikur næstu helgi og smá um meiðsli í hópnum. Ég sagði við strákana í hálfleik að við gætum unnið þennan leik og þeir fóru út og við unnum." sagði Slobodan Milisic, oftast kallaður Milo, þjálfari KF eftir 2-4 útisigur á Dalvík/Reyni í dag.

KF lenti undir í fyrri hálfleik en stjórnaði leiknum lengstum og upplifun fréttaritara er sú að sigurinn hafi verið verðkuldaður.

Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 2 -  4 KF

„Við vorum meira með boltann og reyndum að stjórna sem gekk kannski ekki alltaf. Svona er fótboltinn, stundum brotna lið þegar þau fá á sig mark og tapa leikjum."

KF hefur sigrað sjö af síðustu átta deildarleikjum þessara liða. Hefur Milo einhverja útskýringu á þessu taki?

„Ég veit það ekki. Það er stundum svona í þessu að maður lendir í hringjum, [sífelldum endurtekningum]. Fyrir okkur er þetta jákvætt en fyrir þá er þetta neikvætt. Það þarf svo að komast út úr þeim aðstæðum. Strákarnir eru alltaf einbeittir fyrir þessa leiki og enginn býst við því að liðið muni tapa."

Milo var að lokum spurður út í fjarveru nokkurra leikmanna og svaraði einnig spurningu af hverju Sachem Wilson tók ekki vítaspyrnuna undir lok leiks til að fullkomna þrennu sína.


Athugasemdir
banner