Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
   þri 07. júlí 2020 22:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Milo: Alltaf gaman að vinna Dalvík
Milo var ánægður með sína leikmenn í kvöld.
Milo var ánægður með sína leikmenn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Alltaf gaman að vinna Dalvík. Við hugsum samt um að fá inn fleiri stig, erfiður leikur næstu helgi og smá um meiðsli í hópnum. Ég sagði við strákana í hálfleik að við gætum unnið þennan leik og þeir fóru út og við unnum." sagði Slobodan Milisic, oftast kallaður Milo, þjálfari KF eftir 2-4 útisigur á Dalvík/Reyni í dag.

KF lenti undir í fyrri hálfleik en stjórnaði leiknum lengstum og upplifun fréttaritara er sú að sigurinn hafi verið verðkuldaður.

Lestu um leikinn: Dalvík/Reynir 2 -  4 KF

„Við vorum meira með boltann og reyndum að stjórna sem gekk kannski ekki alltaf. Svona er fótboltinn, stundum brotna lið þegar þau fá á sig mark og tapa leikjum."

KF hefur sigrað sjö af síðustu átta deildarleikjum þessara liða. Hefur Milo einhverja útskýringu á þessu taki?

„Ég veit það ekki. Það er stundum svona í þessu að maður lendir í hringjum, [sífelldum endurtekningum]. Fyrir okkur er þetta jákvætt en fyrir þá er þetta neikvætt. Það þarf svo að komast út úr þeim aðstæðum. Strákarnir eru alltaf einbeittir fyrir þessa leiki og enginn býst við því að liðið muni tapa."

Milo var að lokum spurður út í fjarveru nokkurra leikmanna og svaraði einnig spurningu af hverju Sachem Wilson tók ekki vítaspyrnuna undir lok leiks til að fullkomna þrennu sína.


Athugasemdir
banner