Búast við að De Bruyne skrifi undir - Chelsea vill kaupa Trafford - Thiago spilandi aðstoðarþjálfari Barca - PSG býður 100 milljónir fyrir...
Heimir: Vonbrigði að fá ekki meira út úr leiknum
Addi Grétars: Með ólíkindum að Gylfi hafi ekki séð það
Sindri: Viðurkenni að ég beið smá eftir flautinu og ánægjulegt að það kom ekki
Birkir Már: Óþolandi að línuvörðurinn sjái ekki að markvörðurinn ver fyrir utan teig
Helgi Guðjóns: Ég sá þetta sem klárt víti
Arnar Gunnlaugs: Þú getur alveg eins flippað coin til að ákveða hverjir myndu vinna
Jón Þór: Hann hrynur í jörðina eins og hann hafi verið kýldur og nefbrotinn
Kristrún Ýr: þetta er bara klassískt Keflvískt veður
Gregg Ryder: Við gáfum þeim tvö mörk
Ólafur Kristjáns: Annaðhvort skríður þú undir stein og felur þig eða ferð upp á steininn
Davíð Smári: Heilt yfir pínu svekktur að hafa ekki náð að klára þetta
Árni Guðna: Þetta var bara hræðilegt
Arnar Daníel: Það toppar þetta ekkert
Dragan svekktur að vinna ekki einum færri - „Hafi 120% verið mark"
Chris Brazell: Ég held ég þurfi að leggjast niður
Fúsi: Við búum á Íslandi og stundum er rok
Brynjar Björn: Getum viðurkennt að við vorum örlítið heppnir
Haraldur Freyr: Þetta var bardagaleikur
Maggi Már svekktur með spilamennskuna: Strákarnir vita það, við vitum það
Fyrri hálfleikurinn ævintýralega slakur - „Til skammar"
   fim 07. ágúst 2014 10:45
Arnar Daði Arnarsson
Heimir: Erfitt en ekki óvinnandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH tekur á móti Elfsborg í seinni leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld klukkan 18:30. Fyrri leikurinn fór fram í síðustu viku úti í Svíþjóð þar sem heimamenn fóru með sigur af hólmi, 4-1.

Það er því ærið verkefni framundan hjá FH sem þurfa þriggja marka sigur í kvöld og helst að halda markinu hreinu ætli þeir sér áfram í keppninni.

,,Þetta verður erfitt en ekki óvinnandi. Við spiluðum virkilega góðan leik að mörgu leyti úti í Svíþjóð. Einbeitingarleysi varð okkur að falli í lokin og við fengum á okkur fjögur mörk sem var óþarfi. Það er búið og gert og við þurfum að einbeita okkur að þessum leik,” sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH á blaðamannafundi í gærdag.

,,Elfsborg er öflugt sóknarlið en það eru ýmsir veikleikar á vörninni sem við sáum úti og við fengum góð færi og við þurfum að taka það með okkur í leikinn í kvöld og reyna að halda markinu hreinu.”

,,Við þurfum að spila frábæran leik og það þurfa allir að leggjast á eitt ef við ætlum að ná að slá út Elfsborg. Það eru allir klárir sem hafa verið að spila upp á síðkastið,” sagði Heimir.

Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner