FH tekur á móti Elfsborg í seinni leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld klukkan 18:30. Fyrri leikurinn fór fram í síðustu viku úti í Svíþjóð þar sem Elfsborg fóru með sigur af hólmi, 4-1.
Það er því erfitt verkefni sem bíður FH-inga í kvöld en Ólafur Páll Snorrason fyrirliði FH telur liðið þó eiga möguleika í þessu einvígi.
Það er því erfitt verkefni sem bíður FH-inga í kvöld en Ólafur Páll Snorrason fyrirliði FH telur liðið þó eiga möguleika í þessu einvígi.
,,Leikurinn verður erfiður en hinsvegar spiluðum við ágætlega úti og ef við höldum skipulagi í okkar leik þá eigum við alltaf möguleika á að vinna,” sagði Ólafur Páll.
,,Markmiðið hjá okkur er að halda markinu hreinu. Þá eigum við betri möguleika á því að vinna Elfsborg. Þetta er mikið sóknarlið og eru hraðir fram á við og gleyma sér oft í varnarleiknum. Það er eitthvað sem við ætlum að nýta okkur. Til þess að það takist þá þarf varnarleikurinn hjá okkur að vera í góðu lagi,” sagði fyrirliði FH sem vonast til að sem flestir láti sjá sig í Krikanum í kvöld og styðji við íslenska knattspyrnu.
Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir