Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 07. ágúst 2020 09:30
Magnús Már Einarsson
Godsamskipti
Thiago Alcantara
Thiago Alcantara
Mynd: Getty Images
Fer Smalling aftur til Roma?
Fer Smalling aftur til Roma?
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru í stuði í dag. Hér er allt helsta slúðrið úr boltanum.



Manchester United er tilbúið að hlusta á tilboð í Jesse Lingard (27) í sumar. (Guardian)

Thiago Alcantara (29) miðjumaður Bayern Munchen vill fara til Liverpool. Ensku meistararnir verða að selja leikmenn til að fjármagna kaupin. (Kicker)

Roma gæti reynt að fá Chris Smalling (30) aftur frá Manchester United eftir að nýir eigendur keyptu ítalska félagið. Smalling var á láni hjá Roma á nýliðnu tímabili. (Manchester Evening News)

Edinson Cavani (33) gæti verið á leið til Atletico MG í Brasilíu. Cavani er samningslaus en Leeds, Benfica og Inter Miami hafa sýnt honum áhuga. (ESPN)

Willian (31) er búinn að samþykkja þriggja ára samning hjá Arsenal upp á 100 þúsund pund á viku. (ESPN)

Barcelona ætlar að bjóða 35,9 milljónir punda í Caglar Soyuncu (24) varnarmann Leicester. (NTV Spor)

West Ham hefur ekki fengið nein tilboð í Declan Rice. (Standard)

Tottenham hefur áhuga á Callum Wilson (28) framherja Bournemouth. (Express)

John Terry, aðstoðarstjóri Aston Villa, gæti tekið við sem stjóri Birmingham. (Metro)

AC Milan býðst að fá Eric Bailly (26) varnarmann Manchester United en ítalska félagið hefur ekki áhuga á þvi. (Sport Witness)

Leeds ætlar að reyna að fá Nicolas Gonzalez (22) framherja Stuttgart á 20 milljónir punda. (Mirror)

Leeds ætlar einnig að bjóða í Said Benrahma (24) kantmann Brentford. (Telegraph)

West Ham hefur áhuga á Rico Henry (23) bakverði Brentford. (Birmingham Mail)

Everton hefur áhuga á Diogo Dalot (21) bakverði Manchester United. (Star)

Arsenal hefur sett Ainsley Maitland-Niles (22) á sölulista. (Mirror)

West Ham og Fenerbahce gætu barist við Liverpool um Aissa Mandi (28) varnarmann Real Betis. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner