Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð -„Skagamenn verða að eiga það við sjálfan sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
   sun 07. ágúst 2022 19:51
Stefán Marteinn Ólafsson
Eiður Smári: Nánast sá ég hjartað úr mínu liði bara sökkva
Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH
Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

FH tóku á móti KA í dag á Kaplakrikavelli þegar 16.umferð Bestu deildar karla hóf göngu sína. 

 FH í þvílíku basli og situr í 10. sæti með 11 stig en KA eru nú í 2. sæti með 30 stig en hafa spilað tveimur leikjum meira en Víkingar sem eru með stigi minna í 3.sæti.


Lestu um leikinn: FH 0 -  3 KA

„Hún er alls ekkert frábær. Hvort sem að þessi leikur verðskuldi að enda 3-0, ég veit svo sem ekkert um það. Við byrjuðum ágætlega. Náum enn og aftur ekki að nýta okkur aðeins þessa yfirhöndina og eftir færin sem að við sköpuðum, færi eða hálffæri þá aðeins ennþá skellur að lenda undir." Sagði Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH eftir leikinn gegn KA í dag.

„Mér fannst við fannst við koma ágætlega tilbaka eftir fyrsta markið og svona héldum áfram okkar spili en um leið og við fengum vítið á okkur þá nánast sá ég hjartað úr mínu liði bara sökkva."

FH hafa í síðustu 7 leikjum sínum aðeins skorað 2 mörk og sem dæmi ekki skorað núna í 5 leikjum í röð.

„Að sjálfssögðu er það það og það væri það fyrir hvaða lið sem er og þetta er alveg eitthvað sem við erum meðvitaðir um og kannski þurfum við að vera aðeins djarfari, kannski þurfum við að hætta að spá svona mikið í þessu  og bara spila leikinn eins og við munum eftir þegar við vorum í 5.flokki og það eina sem maður sá var markið en þetta eru allt hugsanir og eitthvað sem við þurfum að taka á okkur inn í klefa allir saman. Við verðum bara að gera okkur grein fyrir hvaða stöðu við erum í og það er bara eitt svar við því og það er bara einn maður sem getur snúið því við og það eru við sem liðsheild."

Nánar er rætt við Eið Smára Guðjohnsen þjálfara FH í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner