Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
   sun 07. ágúst 2022 19:51
Stefán Marteinn Ólafsson
Eiður Smári: Nánast sá ég hjartað úr mínu liði bara sökkva
Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH
Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

FH tóku á móti KA í dag á Kaplakrikavelli þegar 16.umferð Bestu deildar karla hóf göngu sína. 

 FH í þvílíku basli og situr í 10. sæti með 11 stig en KA eru nú í 2. sæti með 30 stig en hafa spilað tveimur leikjum meira en Víkingar sem eru með stigi minna í 3.sæti.


Lestu um leikinn: FH 0 -  3 KA

„Hún er alls ekkert frábær. Hvort sem að þessi leikur verðskuldi að enda 3-0, ég veit svo sem ekkert um það. Við byrjuðum ágætlega. Náum enn og aftur ekki að nýta okkur aðeins þessa yfirhöndina og eftir færin sem að við sköpuðum, færi eða hálffæri þá aðeins ennþá skellur að lenda undir." Sagði Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH eftir leikinn gegn KA í dag.

„Mér fannst við fannst við koma ágætlega tilbaka eftir fyrsta markið og svona héldum áfram okkar spili en um leið og við fengum vítið á okkur þá nánast sá ég hjartað úr mínu liði bara sökkva."

FH hafa í síðustu 7 leikjum sínum aðeins skorað 2 mörk og sem dæmi ekki skorað núna í 5 leikjum í röð.

„Að sjálfssögðu er það það og það væri það fyrir hvaða lið sem er og þetta er alveg eitthvað sem við erum meðvitaðir um og kannski þurfum við að vera aðeins djarfari, kannski þurfum við að hætta að spá svona mikið í þessu  og bara spila leikinn eins og við munum eftir þegar við vorum í 5.flokki og það eina sem maður sá var markið en þetta eru allt hugsanir og eitthvað sem við þurfum að taka á okkur inn í klefa allir saman. Við verðum bara að gera okkur grein fyrir hvaða stöðu við erum í og það er bara eitt svar við því og það er bara einn maður sem getur snúið því við og það eru við sem liðsheild."

Nánar er rætt við Eið Smára Guðjohnsen þjálfara FH í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner