FCK mættu Ostrava frá Tékklandi í umspili Sambandsdeildarinnar. Um er að ræða fyrsta leikinn í einvíginu en hann var spilaður í Danmörku.
Staðan var markalaus í hálfleik en eina mark leiksins kom á 91. mínútu þegar hinn 18 ára gamli Victor Froholdt skoraði sigurmarkið.
Orri Steinn Óskarsson byrjaði í dag og spilaði allan leikinn en mistókst að skora eða leggja upp. Þetta var annar byrjunarliðsleikur Orra í röð þar sem honum mistekst að skora eða leggja upp.
Orri verður tvítugur seinna í ágúst en hann hefur spilað 56 leiki með FCK og skorað í þeim 20 mörk í öllum keppnum.
Hacken vann þá öruggan 6-1 sigur á Paide, sem sló Stjörnuna út á dögunum, í sömu keppni og FCK. Valgeir Lundal Friðriksson var fjarri góðu gamni í leiknum.
Athugasemdir