Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 07. september 2019 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Lionel Messi má ræða við félög í janúar
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Slúðrið klárast aldrei. Hér fyrir neðan er pakki dagsins.

Lionel Messi, 32, má fara frítt frá Barcelona næsta sumar vegna ákvæðis í samningi hans. (El Pais)

Messi má ræða við önnur félög frá 1. janúar. (Marca)

Real Madrid ætlar að kaupa Kylian Mbappe, 20, frá PSG næsta sumar. (Sport)

Javier Tebas, forseti La Liga, segir að Neymar þurfi að lækka launakröfur sínar vilji hann koma aftur í spænska boltann. (Daily Mail)

Chris Smalling, 29, er tilbúinn til að skipta um félag eftir níu ára dvöl hjá Man Utd. Hann er hjá Roma sem stendur á lánssamningi sem gildir út tímabilið. (Mirror)

Juventus hefur áhuga á tveimur leikmönnum Tottenham, þeim Toby Alderweireld, 30, og Christian Eriksen, 27. Inter hefur einnig áhuga á Alderweireld. (Daily Mail)

Barcelona vill fá Federico Bernardeschi, 25, frá Juventus næsta sumar. (Mundo Deportivo)

Manchester City hefur komist að samkomulagi við serbneska félagið FC Cukaricki um kaupin á Slobodan Tedic, 19 ára framherja. Hann flytur til Manchester í janúar. (Manchester Evening News)

D'Margio, sonur Shaun Wright-Phillips, skrifaði undir sinn fyrsta atvinnumannasamning við Manchester City í gær. Hann er 17 ára gamall. (Manchester Evening News)

Josep Guardiola hafnaði því að fá Philippe Coutinho að láni áður en hann skrifaði undir hjá FC Bayern í sumar. (Marca)

Chelsea ætlar að bjóða bakverðinum Emerson Palmieri, 25, nýjan samning og góða launahækkun eftir góða byrjun hans á tímabilinu. (Gazzetta dello Sport)

Burnley mistókst að kaupa Nathan Wood, 17 ára varnarmann Middlesbrough, í sumar en ætlar að reyna aftur í janúar. (Sun)

Henrikh Mkhitaryan segist óviss um hvort hann muni spila aftur fyrir Arsenal eftir að hafa farið til Roma á lánssamningi út tímabilið. (Sun)

Sir Alex Ferguson reyndi að fá Michael Owen til Manchester United á táningsárunum, áður en hann skrifaði undir hjá Liverpool. (Daily Mail)

Juventus er með í kapphlaupinu um Kai Havertz, miðjumann Bayer Leverkusen. Stjórnendur félaganna munu ræða saman þegar liðin mætast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. (Calciomercato)

Bobby Duncan, 18 ára frændi Steven Gerrard, hafnaði samningi frá Manchester United áður en hann skrifaði undir hjá Fiorentina. (Daily Mail)

Thomas Tuchel, þjálfari PSG, er í stöðugu sambandi við Ousmane Dembele, 22 ára kantmann Barcelona. (Express)
Athugasemdir
banner
banner