Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   mán 07. september 2020 21:18
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild kvenna: HK hafði betur gegn Álftanesi
HK ætlar beint upp í Lengjudeildina eftir aðskilnaðinn frá Víkingi R.
HK ætlar beint upp í Lengjudeildina eftir aðskilnaðinn frá Víkingi R.
Mynd: Bernhard Kristinn
HK 3 - 2 Álftanes
1-0 Margrét Ákadóttir ('5)
2-0 Karen Sturludóttir ('44)
2-1 Sigrún Auður Sigurðardóttir ('52)
3-1 María Lena Ásgeirsdóttir ('56)
3-2 Edda Mjöll Karlsdóttir ('69)

Það þarf ýmislegt að gerast til þess að HK komist ekki upp úr 2. deild kvenna eftir sigur liðsins gegn Álftanesi í kvöld.

Samkvæmt úrslitaþjónustu úrslit.net skoruðu Margrét Ákadóttir og Karen Sturludóttir í fyrri hálfleik og því leiddu Kópavogsstúlkur með tveimur mörkum í hálfleik.

Sigrún Auður Sigurðardóttir hleypti lífi í leikinn með marki eftir leikhlé en María Lena Ásgeirsdóttir var ekki lengi að tvöfalda forystuna á nýjan leik.

Edda Mjöll Karlsdóttir minnkaði muninn aftur fyrir Álftanes en nær komust gestirnir ekki.

HK er með 27 stig eftir 11 umferðir, sjö stigum á undan Grindavík sem á leik til góða. Álftanes er um miðja deild en á minnst tvo leiki til góða á önnur lið deildarinnar.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner