Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 07. september 2020 08:50
Elvar Geir Magnússon
Fraser til Newcastle - Solskjær búinn að ræða við Sancho
Powerade
Jadon Sancho í landsleik Íslands og Englands.
Jadon Sancho í landsleik Íslands og Englands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Real Madrid vill fá Erling.
Real Madrid vill fá Erling.
Mynd: Getty Images
Við ferðumst víða um Evrópu í slúðurpakka dagsins. Fraser, Sancho, Bale, Coutinho, Dzeko og fleiri koma við sögu. BBC tók saman.

Skoski vængmaðurinn Ryan Fraser (26) hefur samþykkt að ganga í raðir Newcastle United eftir að hafa yfirgefið Bournemouth í sumar. Hann fer í læknisskoðun í dag. (Sky Sports)

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hefur rætt við Jadon Sancho (20), vængmann enska landsliðsins. um að ganga í raðir United frá Borussia Dortmund í sumar. (Express)

Real Madrid hefur ekki fengið nein tilboð í Gareth Bale (31) en velski landsliðsmaðurinn vill ekki taka á sig launalækkun og það fælir félög frá. (Mundo Deportivo)

Ronald Koeman, stjóri Barcelona, hefur sagt félaginu að hann vilji halda Philippe Coutinho (28) á þessu tímabili frekar en að senda Brasilíumanninn aftur á lán. (Marca)

Real Madrid vill endurnýjun á leikmannahópi sínum og hefur áhuga á að fá Erling Haaland (20) frá Borussia Dortmund og Kylian Mbappe (21) frá PSG. (ABC Spain)

Roma hefur blandað sér í baráttuna um að fá hollenska sóknarleikmanninn Memphis Depay (26) frá Lyon. (Goal)

Gianluigi Donnarumma (21), markvörður AC Milan, vill fá nýjan samning og umtalsverða launahækkun en Chelsea hefur sýnt ítalska landsliðsmanninum áhuga. (Corriere della Sera)

Leicester City er ekki tilbúið að ganga að 27 milljóna punda verðmiða Saint-Etienne á varnarmanninum Wesley Fofana (19) en er tilbúið að gera samkomulag um 18 milljóna punda kaup. (Mail)

Bosníumaðurinn Edin Dzeko (34) vill yfirgefa Roma og ganga í raðir Juventus. (Corriere dello Sport)

Barcelona er að undirbúa lokatilboð í argentínska sóknarleikmanninn Lautaro Martínez (23) hjá Inter. (Goal)

West Ham þarf að næstum tvöfalda fyrsta tilboð sitt upp á 27 milljónir punda til að eiga möguleika á að fá miðvörðinn James Tarkowski (27) frá Burnley. (Sun)

Tarkowski segist vilja spila í Meistaradeildinni ef sá möguleiki er fyrir hendi. (Telegraph)

Crystal Palace hefur sent fyrirspurn til Fluminense vegna áhuga á sóknarmanninum Evanilson (20). (Mail)

Sheffield United er að klára kaup á ensku bakvörðunum Jayden Bogle (20) og Max Lowe (23) hjá Derby County. Þá mun Sheffield skipta á írska sóknarmanninum Callum Robinson (25) fyrir skoska vængmanninn Oliver Burke (23) hjá West Bromwich Albion. (Mail)

Sheyi Ojo (23), fyrrum vængmaður enska U21-landsliðsins, virðist á leið frá Liverpool til Cardiff City á lánssamningi. (Liverpool Echo)

Fulham er nálægt því að krækja í nígeríska landsliðsvarnarmanninn Ola Aina (23) frá Torino. Hann mun koma á lánssamningi. (Sky Sports)
Athugasemdir
banner