Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 07. september 2020 14:34
Magnús Már Einarsson
Þórólfur staðfestir brot Englendinga: Ætti að ógilda úrslitin
Phil Foden.
Phil Foden.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég var að frétta af þessu núna áðan. Mín fyrstu voru viðbrögð að það ætti að ógilda úrslitin í leik Íslands og Englands og úrskurða okkur sigur," sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, á fréttamannafundi í dag.

Þórólfur var þar spurður út í Phil Foden og Mason Greenwood, landsliðsmenn Englands, sem brutu sóttvarnarreglur með því að hitta tvær íslenskar stelpur á hóteli enska landsliðsins um helgina.

„Að öllu gamni vel þá þarf að skoða þetta vel. Þetta er klárlega brot á sóttkví," sagði Þórólfur en landsliðsmenn mega ekki hitta neina einstaklinga utan hópsins á meðan þeir eru í landsliðsverkefni.

„Þetta mál er til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og það er langt komið. Rannsókninni lýkur væntanlega fljótlega. Við sjáum ekki ástæðu til að breyta reglum út af svona einangruðu tilviki," sagði Rögnvaldur Ólafsson yfirlögregluþjónn.

Sjá einnig:
Foden og Greenwood brutu reglur - Buðu íslenskum stelpum á hótelið
Foden og Greenwood æfðu ekki á Laugardalsvelli - Reknir úr hópnum
Stelpurnar sýndu frá samskiptum sínum við Foden og Greenwood á samfélagsmiðlum
Southgate segir málið mjög alvarlegt - Stelpurnar komu ekki inn á svæði Englands
Foden og Greenwood biðjast afsökunar - Í tveggja vikna sóttkví?
Yfirlýsing Man Utd: Hegðun Greenwood á Íslandi okkur vonbrigði
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner