Trent á barmi þess að semja við Real Madrid - Frimpong og Davies orðaðir við Liverpool - Aina orðaður við Man City
   lau 07. september 2024 22:35
Sölvi Haraldsson
Margar sögulínur - „Þetta verður einhver æsingur“
Lengjudeildin
Magnús Már, þjálfari Aftureldingar og Úlfur Arnar, þjálfari Fjölnis, í leik liðanna í fyrra.
Magnús Már, þjálfari Aftureldingar og Úlfur Arnar, þjálfari Fjölnis, í leik liðanna í fyrra.
Mynd: Raggi Óla
Afturelding fagnar marki fyrr í sumar.
Afturelding fagnar marki fyrr í sumar.
Mynd: Raggi Óla

Á morgun fara fram fimm leikir í Lengjudeildinni. Það er gífurlega mikil spenna á toppi deildarinnar en það munar aðeins þremur stigum á 1. sætinu og niður í 6. sætið. 


Einn stærsti leikurinn á morgun er án efa Fjölnir-Afturelding. Þessi leikur er gífurlega mikilvægur fyrir bæði lið sem eru í harðri toppbaráttu og eiga mjög góðan möguleika á því að vinna deildina. 

Fjölnismenn hafa ekki unnið í 7 leikjum. Seinasti sigurinn þeirra kom 18. júlí þegar þeir unnu 5-1 sigur á Grindavík.

Aftureldinga hins vegar hefur unnið fjóra leiki í röð og eru á bullandi siglingu. Í fyrra byrjuðu Mosfellingar tímabilið frábærlega en eftir lélegan endi á tímabilinu misstu þeir toppsætið. Núna eru þeir svo sannarlega að toppa á réttum tíma. En mun það nægja?

Það eru helvítis sögulínur þarna. Horfum bara á seinasta tímabil; Úlli fer í þetta fræga viðtal, eyðileggur sumarið fyrir Aftureldingu og núna er hann sömu stöðu og er að fara í leik á móti Aftureldingu. Þetta verður einhver æsingur.“ sagði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson í Útvarpsþættinum Fótbolti.net um leikinn.

Ætli það sé hægt að mótivera Aftureldingu eitthvað meira fyrir þennan leik?“ bætti Sæbjörn Þór Steinke síðan við.

Afturelding eru tveimur stigum á eftir ÍBV og eiga eftir Fjölni og ÍR en Eyjamenn eiga eftir Grindavík og Leikni. Sæbjörn sér samt ekki ÍBV klúðra forystunni niður.

Mín tilfinning er að þeir (Afturelding) geti gert það en eins og staðan er þurfa ÍBV þá að klúðra þessu.

Afturelding fór ekki vel af stað í deildinni en spiluðu þó fínan fótbolta og voru oft betri aðilinn.

Þetta Aftureldingarlið er mjög áhugavert. Þeir eru yfirleitt betri aðilinn í leikjunum en ná ekki alltaf í úrslitin sem þeir vilja. Klaufar varnarlega stundum.“ sagði Guðmundur um Aftureldingu.

Aðrir leikir sem skipta máli í deildinni á morgun er ÍBV - Grindavík í Vestmannaeyjum en þar geta Eyjamenn verið skrefi nær Bestu deildinni með sigri.

ÍR-ingar fá Gróttu í heimsókn þar sem Grótta þarf að vinna til að eiga séns á að halda sér uppi og vonast til þess að Þór tapi heima gegn Dalvík/Reyni.


Útvarpsþátturinn - Gamla og nýja bandið búa til smelli
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner
banner
banner