Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 07. október 2020 10:43
Magnús Már Einarsson
Kári hefur æft á fullu - Allir klárir í slaginn
Icelandair
Kári Árnason.
Kári Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Allir leikmenn íslenska landsliðsins eru heilir og klárir í slaginn fyrir leikinn gegn Rúmenum annað kvöld. Mikil meiðsli hafa verið í hópnum síðan Erik Hamren tók við árið 2018 en hann hefur aldrei getað valið jafn öfliugan hóp og núna.

Kári Árnason spilaði ekki með Víkingi gegn KA á sunnudag en hann er kĺar eftir meiðsli.

„Kári hefur æft á fullu bæði á mánudag og þriðjudag. Honum líður vel. Ég talaði við hann í morgun og það eru engin vandamál hjá honum," sagði Erik Hamren landsliðsþjálfari á fréttamannafundi í dag.

Íslenska liðið er á leið á lokaæfingu sína fyrir leikinn á morgun en liðið æfði einnig í gær og í fyrradag.

„Sverrir (Ingi Ingason) æfði ekki því hann var ekki með niðurstöðu úr Covid testinu. Hann gat ekki æft en allir aðrir æfðu vel. Þetta hafa verið tveir góðir dagar. Á mánudaginn vorum við tíu á æfingu og í gær vorum við 23. Þetta hefur verið gott. Leikmennirnir eru einbeittir og það hefur verið mikil gleði í hópnum. Við þurfum jákvæða orku og ég hef verið ánægður með æfingarnar hingað til."

Leikurinn annað kvöld hefst klukkan 18:45 en sigurliðið mætir Búlgaríu eða Ungverjalandi í næsta mánuði í úrslitaleik um sæti á EM.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner