Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
Vuk: Náttúrulega galið að við séum ekki að spila á mánudegi
Davíð Smári: Það vantaði kraft í okkur
Rúnar Kristins: Við hittum á réttu taktíkina
Sjáðu draugamark ÍA í Njarðvík
Jökull: Held að svarið verði annað þegar þú spyrð mig næst
Túfa: Helvíti gaman að sjá þessa frétt
Ólafur Kristjáns: Leikmenn verið lengur saman og búnar að kynnast mér
Guðni Eiríks: Öll mörkin voru eiginlega einhver trúðamörk
Alli Jói: Þessi kóngur frábær
   lau 07. október 2023 17:49
Tryggvi Guðmundsson
Halli: Þeir hefðu þurft að vinna stórt til að halda sér uppi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Allir fótboltaleikir skipta einhverju máli en örlög okkar voru ráðin fyrir þennan leik, við vorum fallnir úr deild. Við ætluðum að koma hingað og ná í sigur sem tókst ekki," sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir 1 - 1 jafntefli við ÍBV í lokaumferð Bestu-deildar karla í dag en ljóst er að bæði lið falla úr deildinni þetta árið.

Lestu um leikinn: ÍBV 1 -  1 Keflavík

„Mér fannst við spila ágætan leik fram að markinu þeirra. Þá fór loftið úr okkur og þeir herja á okkur og fá fullt af færum. Við fengum líka gott færi í byrjun seinni hálfleiks, einn í gegn og hefðum geta gert út um leikinn með 2-0 en fór sem fór."

Haraldur hafði sagt fyrir leik að hann vildi fá ÍBV með sér niður í Lengjudeildina því honum finnst svo gaman að koma til Vestmannaeyja.

„Það var meira í gríni sagt, ég vil ekki vera með neina vanvirðingu. Mér finnst gaman að koma til eyja, það er rétt hjá þér. Það var í þeirra höndum að halda sér uppi en þeir hefðu þurft að vinna stórt til að halda sér uppi, en jú, mér finnst gaman að koma til eyja."

Nú hefst vinna Keflavíkur við leikmannamál og sjá hverjir verða áfram í Lengjudeildinni.

„Við förum í vinnu í vetur með leikmannamál og reynum að búa til það gott fótboltalið að við getum farið beint upp aftur."
Athugasemdir
banner
banner