fim 07. nóvember 2019 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool bendir stuðningsmönnum á lög og reglur í Katar
Liverpool tekur þátt á HM félagsliða.
Liverpool tekur þátt á HM félagsliða.
Mynd: Getty Images
Liverpool leikur á þessum velli, Education City Stadium í Doha.
Liverpool leikur á þessum velli, Education City Stadium í Doha.
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur á vefsíðu sinni birti upplýsingar fyrir stuðningsmenn sem munu ferðast til Katar fyrir HM félagsliða.

Liverpool mun taka þátt á HM félagsliða í næsta mánuði eftir að hafa unnið Meistaradeildina á síðustu leiktíð.

Það munu einhverjir stuðningsmenn ferðast með liðinu til Katar, en Katar er mjög frábrugðið Bretlandi.

„Katar er íhaldssamt land þar sem sjaríalög eru við gildi. Gestir ættu að kynna sér lög og siði fyrir ferðalag. Það skal hafa það í huga að hegðun sem talin er ásættanleg í Bretlandi gæti verið talin móðgangi í Doha," segir á vefsíðu Liverpool áður en farið er yfir lög og reglur í Katar.

Það sem er talið upp á vefsíðu Liverpool má lesa í heild sinni hérna, en hér að neðan er nokkuð af því sem talið er upp.

Ferðamenn mega klæða sig eins og þeir vilja, svo lengi sem það sé hefðbundið og það sé borin virðing fyrir menningunni.

Konur, þegar þær eru á meðal almennings, skulu hylja axlir og hné.

Ef þú sýnir nánd (e. intimacy) á almenningsfæri þá gætirðu verið handtekinn.

Það er bannað að stunda kynlíf utan hjónabands í Katar og því gæti verið að gagnkynhneigð hjón þurfi að sýna vottorð um hjónaband við innritun á hóteli.

Samkynhneigð er bönnuð í Katar.

Það er bannað að drekka áfengi eða að vera undir áhrifum áfengis á almenningsfæri.

Það er bannað að taka áfengi inn í landið.

HM 2022 verður haldið í Katar. Því hefur verið haldið fram að transfólk og samkynhneigt fólk verði boðið velkomið á mótið, og þá einnig að áfengi verði leyft á mótinu.

Sjá einnig:
Liverpool neitar því að gista á fimm stjörnu hóteli í Katar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner