Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   mið 08. janúar 2020 19:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Chelsea búið að bjóða í Fernandes
Chelsea hefur, þegar þetta er skrifað, boðið í leikmann Benfica. Gedson Fernandes heitir leikmaðurinn og hefur West Ham einnig boðið í hann í janúarglugganum.

Gedson er tvítugur miðjumaður en Sky Sports greinir frá því að Chelsea vilji fá hann á láni næstu átján mánuði.

Eftir næstu leiktíð mun svo Chelsea þurfa að kaupa leikmanninn fyrir 55 milljónir punda ef hann spilar í það minnsta helming leikja Chelsea-liðsins.

West Ham vill fá leikmanninn á 18 mánaða lánssamningi og þá verði félagið að kaupa hann í kjölfarið á 33 milljónir punda ef hann spilar eitthvað að ráði með félaginu. Í tilboði West Ham er tekið fram að hann verði að spila ákveðin fjölda leikja (óuppgefið) en talað er um að það séu færri leikir en þarf hjá Chelsea.
Athugasemdir
banner