Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   lau 08. janúar 2022 11:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð á leiðinni til Kalmar - „Kominn tími á næsta skref á ferlinum"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Kristján Ólafsson er við það að ganga í raðir Kalmar í Svíþjóð eftir þrjú tímabil með Álasundi í Noregi. Davíð er 26 ára og spilar oftast í stöðu vinstri bakvarðar.

Davíð ræddi við Fótbolta.net í gær og var spurður út í Kalmar.

„Staðan á mér er góð. Það ætti að skýrast á næstu dögum varðandi Kalmar. Ég myndi segja að þetta væri mjög líklega að ganga í gegn. Ég er að fara erlendis á næstu dögum," sagði Davíð.

Kom ekki til greina að þú yrðir áfram hjá Álasundi og spilaðir með liðinu í efstu deild á næsta tímabili?

„Mér leið mjög vel inn á vellinum í treyju Álasunds og þetta er geggjaður klúbbur þannig það var ekkert útilokað þannig séð. Mig langaði aðeins að bíða og sjá hvað kæmi upp. Það kom upp í hugann á mér að það væri kominn tími á næsta skref á ferlinum hjá mér."

Samningur Davíðs við Álasund rann út um áramótin. Á þessum þremur tímabilum í Noregi, varstu einhvern tímann nálægt því að gefast upp og fara frá félaginu?

„Nei, ég myndi ekki segja það. Þegar ég kom heim eftir 2020 tímabilið var maður smá lítill í sér en svo kom maður bara aftur út og maður fann að menn voru smá „salty" fyrstu vikuna en mig langaði bara að standa mig vel fyrir klúbbinn 2021," sagði Davíð.

Hann ræðir meira um Álasund, að vera með Íslendingum í liði og svo íslenska landsliðið í viðtalinu sem sjá má í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner