Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
banner
   lau 08. janúar 2022 11:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð á leiðinni til Kalmar - „Kominn tími á næsta skref á ferlinum"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Kristján Ólafsson er við það að ganga í raðir Kalmar í Svíþjóð eftir þrjú tímabil með Álasundi í Noregi. Davíð er 26 ára og spilar oftast í stöðu vinstri bakvarðar.

Davíð ræddi við Fótbolta.net í gær og var spurður út í Kalmar.

„Staðan á mér er góð. Það ætti að skýrast á næstu dögum varðandi Kalmar. Ég myndi segja að þetta væri mjög líklega að ganga í gegn. Ég er að fara erlendis á næstu dögum," sagði Davíð.

Kom ekki til greina að þú yrðir áfram hjá Álasundi og spilaðir með liðinu í efstu deild á næsta tímabili?

„Mér leið mjög vel inn á vellinum í treyju Álasunds og þetta er geggjaður klúbbur þannig það var ekkert útilokað þannig séð. Mig langaði aðeins að bíða og sjá hvað kæmi upp. Það kom upp í hugann á mér að það væri kominn tími á næsta skref á ferlinum hjá mér."

Samningur Davíðs við Álasund rann út um áramótin. Á þessum þremur tímabilum í Noregi, varstu einhvern tímann nálægt því að gefast upp og fara frá félaginu?

„Nei, ég myndi ekki segja það. Þegar ég kom heim eftir 2020 tímabilið var maður smá lítill í sér en svo kom maður bara aftur út og maður fann að menn voru smá „salty" fyrstu vikuna en mig langaði bara að standa mig vel fyrir klúbbinn 2021," sagði Davíð.

Hann ræðir meira um Álasund, að vera með Íslendingum í liði og svo íslenska landsliðið í viðtalinu sem sjá má í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner