Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 08. janúar 2023 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mbappe við franska sambandið: Við vanvirðum ekki goðsögn svona
Mynd: EPA

Kylian Mbappe leikmaður PSG og franska landsliðsins var alls ekki hrifinn af ummælum Noel Le Graet forseta franska fótboltasambandsins um Zinedine Zidane.


Sambandið samdi við Dider Deschamps um að halda áfram með landsliðið en Le Graet var spurður í útvarpsþætti hvort Zidane hafi hringt og sýnt áhuga á starfinu.

„Ég hefði ekki einu sinni svarað símtalinu. TIl að segja hvað? „Sæll, ekki hafa áhyggjur, leitaðu annað ég var að gera nýjan samning við Dider," sagði Le Graet

Þessi orð fóru illa í Mbappe.

„Zidane er franskur, við vanvirðum ekki goðsögnina svona," skrifaði Mbappe á Twitter.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner